Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 14
Þjóðminjasafn Landlæknaþættir / Jón Thorstensen 1820-1855: Doktorinn í Doktorshúsi Hinn 7. júní í sumar voru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu Jóns Thorstensen sem tók yngri við embætti landlæknis en aðrir hafa gert eða 26 ára gamall og gegndi því lengst allra fyrr og síðar, í hálf- an fjórða tug ára. Jón fæddist á Kúfustöðum í Svartárdal í Húnaþingi og hétu for- eldrar hans Þorsteinn Steindórsson og Margrét Jónsdóttir. Þau fluttu Doktorshús. Jón Thorstensen átti heima í Doktorshúsi frá því hann fluttist til Reykjavíkur og allt til dauðadags eða rúm tuttugu ár. Stundum var bústaður hans kall- aður Læknishúsið en hitt nafnið festist þó í sessi og hélst alla tíð meðan svo átti að heita að bygg- ingin væri uppistandandi. Um skeið var Hlíðarhúsastígur iðulega nefndur Læknisgata en Vestur- götunafnið sigraði að lokum. Eftir dauða Jóns bjuggu í Doktorshúsi ýmsir þjóðkunnir menn um lengri eða skemmri tíma. Þeirra meðal voru Sigurður Vigfússon forstöðu- maður Forngripasafnsins, Jón Hjaltalín landlæknir, Benedikt Grein eftir Þórarin Guðnason búferlum að Holti á Asum meðan Jón var barn að aldri. Föðurnafn sitt skrifaði hann með Th, sennilega þó ekki fyrr en hann var kominn til Hafnar, og virðist hafa álitið Thor- stensen æskilegasta stafsetningu, en sumir aðrir rituðu nafn hans, viljandi eða óviljandi, Jón Thor- steinsen, Thorsteinssen eða Thor- steinsson. Jónassen landlæknir nefnir hann oftast Jón Þorsteinsson Gröndal skáld og Björn Jónsson ritstjóri og síðar ráðherra. Hann hóf rekstur Isafoldarprentsmiðju 1877 í einni af stofum þessa húss. Fleiri stofnanir koma hér við sögu: Stýrimannaskólinn var fyrstu árin sín, 1890-98, í Doktorshúsi af því að Markús Bjarnason skólastjóri átti þar heima og fór kennslan fram í íbúð hans í eitt ár en þá var reist viðbygging til afnota fyrir skólann (til hægri hér á mynd- inni). Skólinn fluttist síðan í hús sem byggt var yfir hann skammt frá Doktorshúsi, ofar og vestar í túni Hlíðarhúsa og stendur enn fyrir enda Stýrimannastígs (Öldu- gata 23). en stundum Jón Þorsteinsson Thor- stensen. Snemma bar á óvenjulegum námsgáfum hjá Jóni og latneska málfræðibók sem honum áskotnað- ist lærði hann spjaldanna á milli meðan hann sat yfir ám föður síns. Hann fór í Bessastaðaskóla, útskrif- aðist þaðan 1815 og var skráður þá um haustið í stúdentatölu háskól- ans í Kaupmannahöfn. Læknis- fræðinám valdi hann sér og lauk því 1819 með fyrstu ágætiseinkunn. Eftir skamma dvöl í stöðu kandi- dats á Friðriksspítala var honum með konungsúrskurði veitt land- læknisembættið ásamt héraðslækn- isembætti Borgarfjarðar-, Kjósar- og Gullbringusýslu og hóf hann þau störf í júníbyrjun 1820. Hann bjó fyrst í Nesi við Seltjörn eins og for- verar hans en fluttist að liðnum 14 árum til Reykjavíkur með leyfi kon- ungs og var þá lokið um það bil sjö áratuga setu landlæknis í Nesi. Jón reisti sér bústað í túni Hlíðar- húsa en þau stóðu við stíg sem dró nafn af þeim, þótt síðar væri hann skírður upp og kallaður Vesturgata. Túnbleðill þeirra Hlíðarhúsamanna náði spölkorn upp í hallann á Landakotshæðinni og læknishúsið stóð þar sem nú heitir Ránargata 13. Traðir milli tveggja grjótgarða lágu upp að því frá Hlíðarhúsum. Það var nefnt Doktorshús og átti sér langa sögu sem lauk ekki fyrr en 1965 en þá var það rifið, enda ekki orðið nema svipur hjá sjón. Jón Thorstensen þótti natinn læknir og hlýr við sjúklinga. En at- kvæðamikill embættismaður virðist hann ekki hafa verið og af tilþrifum og áræði í störfum hans fara ekki sögur. Snemma á ferli sínum sem landlæknir vildi hann leggja niður sunnlensku holdsveikraspítalana litlu og lélegu og fá í staðinn eitt sjúkrahús sem tæki við af þeim og gæti auk þess hýst og hlynnt að fólki sem var þjakað af öðrum sjúk- dómum. Þetta kom fram í ritgerð hans um holdsveiki á íslandi sem 14 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.