Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 30
Tómas Jónasson - Loftur
aðrar áttir ef það á nokkurt val.
Aukin samvinna milli meðalstóru
og stóru sjúkrahúsanna er eina
raunhæfa lausnin á þessum vanda.
Hvert miðlungsstórt sjúkrahús
verður að eiga sér móðursjúkrahús
sem sér um að viðhalda þekkingu
lækna og annars starfsfólks, velja
úr þær aðgerðir sem forsvaranlegt
er að gera í heimabyggðinni og
ákveða vaktþjónustu við svæðið.
Upplýsingar af því tagi, sem er að
finna í skýrslu sjúkrahúsanefndar
eru nauðsynlegar til þess að hægt
sé að ræða skipulag heilbrigðis-
þjónustunnar á landsbyggðinni af
einhverju viti. Sú staðreynd má
ekki falla í skuggann af umdeilan-
legum niðurstöðum nefndarinnar
um einstök atriði.
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir er sérfræðingur í heimilislækn-
ingum og embættislækningum og með
meistaragráðu í skipulagningu og fjár-
málum heilbrigðisþjónustunnar. Hann
var í nefird um skipan sjúkrahúsamála á
landsbyggðinni sem starfaði undir for-
mennsku Þorkells Helgasomr, þáverandi
aðstoðarmanns ráðherra. Aðrir nefitdar-
menn voru Guðjón Magnússon skrif-
stofustjóri, Ingibjörg Magnúsdóttir
skrifstofustjóri og Skúli G. Johnsen hér-
aðslæknir, en Sítnon Steingrímsson verk-
fræðingur var starfsmaður nefndarinmr.
Matthías hefur áður skrifað í Heil-
brigðismál utti heilbrigðisvitund (4/
1991).
Tvö hefti af
Heilbrigðismálum
á þessu ári
Undanfarin ár hefur komið fyrir
að eitt eða tvö af fjórum tölublöð-
um hvers árgangs Heilbrigðismála
hafi komið út eftir að viðkomandi
ár er liðið. Nú er ætlunin að bæta
úr þessu og gefa aðeins út tvö hefti
á þessu ári, hið fyrra er merkt 1.-2.
tbl., en hið síðara, sem kemur út í
desember 1994, verður merkt 3.-4.
tbl. Áskriftargjaldið 1994 verður að-
eins helmingur þess sem var árið
1993. Á næsta ári mun tímaritið
koma út fjórum sinnum, í mars,
júní, september og desember. -jr.
Vefjasýnasafn Rannsóknastofu
Háskólans komið í nýtt húsnæði
og nefnt Dungalssafn
Krabbameinsfélagið og Ríkis-
spítalar hafa gert samstarfs-
samning um varðveislu og nýt-
ingu vefjasýnasafns Rannsókna-
stofu Háskólans í meinafræði.
Samningsaðilar eru sammála
um að í vefjasýnasafninu sé
fólginn ómetanlegur efniviður
til vísindalegra rannsókna í
þágu lækninga og læknisfræði.
Þess vegna taka þeir upp sam-
starf um örugga varðveislu
safnsins við sem bestar aðstæð-
ur og með það fyrir augum að
safnið megi nýtast sem best til
rannsókna á orsökum og eðli
sjúkdóma, meðal annars
krabbameins.
Safnið er í eigu og vörslu
Rannsóknastofu Háskólans en
Krabbameinsfélag Islands lagði
til húsnæði sem var sérstaklega
innréttað á jarðhæð Skógarhlíð-
Niels Dungal prófessor lagði
grunninn að söfnun vefjasýna
hér á landi. Flest sýnin eru
geymd í vaxkubbum eins og
sjást á myndinni.
ar 8. Hið nýja húsnæði var
formlega tekið í notkun 14. júní
í sumar og safninu gefið nafnið
Dungalssafn, en þann dag hefði
Niels Dungal prófessor orðið 97
ára. Níels var forstöðumaður
Rannsóknastofu Háskólans frá
1926 til 1965. Hann hóf söfnun
vefjasýnanna og eru þau elstu
frá 1935. Áætlað hefur verið að
heildarfjöldi sýna sé á aðra
milljón og þau munu ná til
þriggja kynslóða íslendinga.
Vefjasýnasafnið hefur ómet-
anlega þýðingu fyrir rannsóknir
sem hér eru stundaðar, ekki síst
vegna þess hve upplýsingar um
ættir íslendinga eru góðar. Gildi
vefjasýnasafna hefur aukist á
síðari árum eftir að fundin var
aðferð til að einangra erfðaefnið
DNA úr slíkum sýnum, óháð
aldri sýnanna. -jr.
30 heilbrigðismál 1-2/1994