Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 23
First National / Wamer Brothers (Courtesy Kobal)
Frumvarp til nýrra tóbaksvamalaga:
Stefnt að aukinni vemd gegn
mengun af völdum tóbaksreyks
„Markmið laga þessara er að
draga úr tóbaksneyslu og þar með
því heilsutjóni sem hún veldur, og
vernda fólk gegn loftmengun af
völdum tóbaksreyks." Þannig er
fyrsta grein frumvarps til nýrra
tóbaksvarnalaga sem lagt var fram
á Alþingi í vor. I annarri grein
frumvarpsins segir: „Það er réttur
hvers manns að þurfa ekki að anda
að sér lofti sem mengað er tóbaks-
reyk af völdum annarra." Einnig er
kveðið á um að þeir sem bera
ábyrgð á barni skuli stuðla að því
að það njóti þessa réttar, einnig þar
sem reykingar eru ekki bannaðar
samkvæmt frumvarpinu. Auk þess
eru ýmis önnur nýmæli í frum-
varpinu (sjá bls. 22).
Heilbrigðisráðherra lagði frum-
varpið fram í apríl en Tóbaksvarna-
nefnd samdi það. Ráðherra óskaði
eftir því að heilbrigðis- og félags-
málanefnd Alþingis tæki frum-
varpið til umfjöllunar í sumar svo
að hægt verði að leggja það aftur
fram í haust og afgreiða í vetur.
Frumvarpið var á sínum tíma sent
mörgum aðilum til umsagnar. Kom
fram mikill stuðningur við frum-
varpið í heild eða meginefni þess.
Stjóm Félags íslenskra lungnalækna
Leikur að eldi. Sagt er að reyking-
ar kvenna í kvikmyndum á fjórða
og fimmta áratugnum hafi átt
mikinn þátt í að útbreiða þennan
ósið. Þessi mynd er úr kvikmynd-
inni „Three on a match" sem gerð
var árið 1932. Það eru Bette Davis,
Joan Blondell og Ann Dvorak sem
kveikja sér í sígarettu með sömu
eldspýtunni. Hjátrúin taldi að sú
sem síðast kveikti í væri feig.
Reynslan sýnir hins vegar að allt
að því annar hver reykingamaður
deyr af völdum reykinga, að ekki
sé minnst á ótímabær veikindi og
vanlíðan í ár og áratugi. Nú er
unnið markvisst að því víða um
heim að draga úr tóbaksneyslu og
hafa mismunandi ströng tóbaks-
varnalög verið sett í þeim tilgangi.
taldi frumvarpið löngu tímabært. í
umsögn Fóstrufélags Islands var
sérstaklega fagnað þeim ákvæðum
sem lúta að því að vernda börn fyr-
ir tóbaksreyk og reykingafordæmi
fullorðinna. Stjórn Krabbameinsfé-
lags íslands lýsti sérstakri ánægju
með frumvarpið og taldi margt í
því vera „til mikilla bóta og geta
stuðlað að enn meiri árangri í tób-
aksvörnum". Stjórn Læknafélags
Islands kvaðst fagna þeim nýmæl-
um sem fram koma í frumvarpinu.
Neytendasamtökin sögðust telja
mjög mikilvægt að reynt yrði að
tryggja rétt þeirra sem ekki reykja,
svo að þeir þyrftu ekki að anda að
sér reykmettuðu lofti. Stjórn Sam-
bands íslenskra berkla- og brjóst-
holssjúklinga (SÍBS) taldi að hið
nýja frumvarp til tóbaksvarnalaga
uppfyllti vel þær kröfur sem félags-
menn gerðu um tóbaksvarnir af
hálfu ríkisvaldsins. Síðast en ekki
síst skal getið umsagnar Ólafs Ól-
afssonar landlæknis: „Eg lýsi ein-
dregnum stuðningi við frumvarp
til tóbaksvarnalaga. Ástæða er til
að minna á að rekja má um 300
dauðsföll ár hvert til reykinga. Auk
þess valda reykingar langvarandi
heilsuleysi þúsunda landsmanna
og kosta þjóðfélagið ómælt fé. Það
leikur enginn vafi á því að sú að-
gerð sem hefði mest áhrif til að
bæta heilsufar fólks er að draga
sem allra mest úr reykingum, eins
og stefnt er að með þessu laga-
frumvarpi sem ég vona að verði
sem fyrst að lögum."
Tóbaksvarnalög þau sem nú
gilda voru sett árið 1984 og þóttu
þá marka tímamót. Þess er vænst
að ýmis ákvæði nýja frumvarpsins
geti einnig orðið til fyrirmyndar í
tóbaksvarnastarfi annarra þjóða,
þótt meginmarkmiðið sé að sjálf-
sögðu að vernda og bæta heilsu Is-
lendinga.
Þ.ö.l-jr.
HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 23