Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 12
Grundvallaratriði
Flestum er eðlislægt að vilja
eignast böm. Þegar haft er í
huga að allt að tíunda hvert par
á bameignaaldri á við ófrjósemi
að stríða, um lengri eða skemmri
tíma, verður ljóst að fyrir marga
er þetta ekki sjálfsagt mál. Ekki
þarf allt þetta fólk að fara í
glasafrjóvgun en þessi mál
snerta fleiri en margir ætla.
Vandinn sem ætlað er að
leysa með glasafrjóvgun er oft-
ast sá að kynfrumur parsins ná
ekki saman. Ástæðumar geta
verið skemmdir eggjaleiðarar,
vandamál tengd hormónastarf-
semi konunnar, skertur hreyfan-
leiki sæðisfruma eða aðrar or-
sakir. í um þriðjungi tilfella er
orsakanna að leita hjá konunni,
í þriðjungi hjá karlmanninum
og í þriðjungi tilfella hjá báðum
aðilum. Meðferðin snýst því um
að kynfrumurnar nái saman í
tilraunaglasi um stundarsakir til
að egg frjóvgist. Tvö til þrjú
þeirra eru síðan flutt í leg kon-
unnar.
Til að unnt sé að ná eggjum
úr konunni þarf hún að fara í
fjögurra til sex vikna lyfjameð-
ferð sem miðar að því að eggja-
stokkar hennar þroski nokkur
eggbú samtímis. Með þessu
móti má auka líkumar á því að
meðferðin beri árangur en í
venjulegum tíðahring þroskast
yfirleitt eitt eggbú í einu.
Eggbúin em fundin með
hjálp ómskoðunartækis. Stungið
er á þeim og eggin soguð út í
eggbúsvökvanum. Með því að
skoða vökvann undir smásjá er
hægt að finna eggin og þeim er
síðan komið fyrir í ræktunar-
vökva. Mikilvægt er að þeim sé
búið umhverfi með réttu hita-
stigi, sýrustigi, réttum jónastyrk
og án allrar mengunar. Um það
leyti sem eggheimta fer fram
eru valdar heilbrigðar og
sprækar sæðisfrumur til notk-
unar í meðferðinni.
Síðdegis á eggheimtudegin-
um em egg og sæðisfrumur sett
glasafrj ó vgunar
saman. Að morgni næsta dags
er athugað hversu mörg eggj-
anna hafa frjóvgast og má þá
greina erfðaefni eggsins og sæð-
isfrumunnar í formi tveggja for-
kjarna í egginu. Að jafnaði má
búast við að helmingur eggj-
anna frjóvgist.
Á öðmm til þriðja degi em
eitt til þrjú frjóvguð egg, sem nú
kallast fósturvísar, flutt aftur til
konunnar. Fósturvísamir eru
valdir á gmndvelli þess hversu
margar fmmuskiptingar hafa
átt sér stað og hversu heillegar
frumumar eru. Ekki þroskast öll
frjóvguð egg í fósturvísa sem
líklegir eru til að leiða til þung-
unar. Við fósturfærslu eru
fósturvísar oftast á því stigi að í
þeim em fjórar til átta frum-
ur.
Eftir fósturfærslu tekur við
lyfjameðferð sem miðar að því
að halda slímhúð legsins mót-
tækilegri fyrir fósturvísunum.
J.G.H. /Þ.Ó.
sæðisfrumurnar hafa ekki bolmagn
til þess af sjálfsdáðum.
Einn helsti kosturinn við þessa
nýju aðferð er sá að þörf fyrir gjafa-
sæði minnkar til muna. Hafa ber þó
í huga að í sumum tilfellum fram-
leiðir karlmaðurinn engar sæðis-
frumur og þá er gjafasæði eina úr-
ræðið.
Þessi aðferð er fyrst og fremst
notuð þar sem karlmaðurinn hefur
verulega skert sæðispróf og einnig
þar sem ekki hefur orðið frjóvgun
eggja við fyrri meðferð. Þar sem
einungis þarf eina sæðisfrumu fyrir
hvert egg er ljóst að þeir sem á ann-
að borð framleiða einhverjar sæðis-
Eggin eru einungis um 0,1 milli-
metri í þvermál og öll vinna með
þau fer því fram undir smásjá. Þar
er fylgst með frjóvgun eggjanna
og frumuskiptingum. Hreinlæti er
mikilvægt við alla þessa vinnu
sem fer fram í sérstökum loft-
hreinsiskáp. Það er Elín Ruth
Reed líffræðingur sem situr við
smásjána en starfsmenn við glasa-
frjóvganir og sæðisrannsóknir á
Landspítalanum eru tíu.
12 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994