Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 27
Tómas Jónasson eru PSA-mælingar gerðar á að minnsta kosti fjórum íslenskum rannsóknastofum. Langt í land? Sumir æxlisvísar hafa verið þekktir alllengi, svo sem AFP og CEA, sem var fyrst lýst fyrir um þrjátíu árum. Eftir uppgötvun ein- stofna mótefna fyrir liðlega áratug hófst markviss leit að æxlisvísum, enda var þá fyrst völ á nægilega sértækum prófefnum. Þá ólu menn þá von í brjósti að unnt yrði með því móti að finna og skilgreina efni sem væru einkennandi fyrir ill- kynja frumur, annað hvort almennt eða ákveðnar tegundir. Nú er orðið nokkuð ljóst að sennilega finnst aldrei efni sem greinir allar illkynja frumur frá eðlilegum frumum. Æxlisvísarnir eru yfirleitt ekki al- veg ný tegund efna sem frumurnar fara að framleiða þegar þær verða illkynja heldur getur annað hvort kviknað aftur eða birst með breytt- um hætti efnaframleiðsla sem er fyrir hendi á ákveðnu æviskeiði eða í eðlilegum vef. Þá hefur einnig brugðist að nokkru leyti sú von að finna mætti æxlisvísa sem segðu ótvírætt til um æxlistegund. Þó verður að bæta því hér við að ein- stofna mótefni gegn æxlisvísum og öðrum einkennispróteinum vefja hafa reynst meinafræðingum mjög mikilvæg hjálpartæki við nákvæma greiningu á æxlum og skipta t.d. verulegu máli við að greina upp- runa meinvarpa. Helstu heimildir: Robert J. Mayer: Blood tests for cancer. Harvard Health Letter, 1993; 18 (10): 1-3. H. B. Carter o. fl.: Longitudinal evaluation of prostate-specific antigen levels in men with and without prostate disease. JAMA, 1992; 267 (16): 2215-2220. I. Struve: Tumour disease - A clinical guide. Abott Diagnostics Division. 1992. Elín Ólafsdóttir læknir er sérfræð- ingur í meinefnafræði og starfar á Rannsóknastofu í meinefnafræði á Landspítalanum. Hún lauk áður námi í lífefnafræði. Helga M. Ögmundsdóttir læknir, Ph. D., er sérfræðingur í ónæmisfræði. Hún erforstöðumaður Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíjfræði og dósent við læknadeild Háskóla íslands. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands: Þrjátíu ár síðan leitarstarfið hófst Það kom fram í skýrslu Jóns Þorgeirs Hallgrímssonar for- manns Krabbameinsfélags Is- lands á aðalfundi félagsins í sumar að starfsemi Krabba- meinsfélagsins gekk vel á síð- asta ári, fjárhagsstaða félagsins er góð og það nýtur trausts al- mennings. Leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er sem fyrr meginviðfangsefni Krabba- meinsfélags Islands en í sumar voru einmitt þrjátíu ár síðan leitin hófst. Hundruð krabba- meina og þúsundir forstigs- breytinga hafa fundist við leit. A rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði eru stundaðar merkar grunnrannsóknir á krabbameini. Hjá Krabbameins- skránni er fýlgst með breyting- um á tíðni þessa sjúkdóms og unnið að faraldsfræðilegum rannsóknum. Grundvöllur und- ir Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins hefur verið óljós Á aðalfundi Krabbameinsfé- lagsins afhenti Jón Þorgeir Hallgrímsson Erlendi Einars- syni gullmerki til staðfestingar kjöri í heiðursráð félagsins. en nú lítur út fyrir að heilbrigð- isyfirvöld séu farin að átta sig á mikilvægi þessa starfs og séu tilbúin að koma til móts við fé- lagið fjárhagslega. Tilkynnt var á aðalfundinum að Erlendur Einarsson hefði verið kosinn í heiðursráð Krabbameinsfélagsins. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags íslands frá 1963 til 1990 og síðan í vísindaráði félagsins í þrjú ár. Hjónin Margrét Jónsdóttir og Björn Jónsson í Hafnarfirði hafa ákveðið að gefa Krabbameinsfé- laginu fjórar milljónir króna og var hluti gjafarinnar afhentur á aðalfundinum. Jón Þorgeir Hallgrímsson yf- irlæknir var endurkosinn for- maður Krabbameinsfélags Is- lands til næstu tveggja ára. Fimmtán manna stjórn er óbreytt en í fimm manna fram- kvæmdastjórn eru, auk Jóns Þorgeirs, Sigurður Björnsson yf- irlæknir, Ingi R. Helgason stjórnarformaður VÍS hf., Sigríð- ur Lister hjúkrunarfræðingur og Jónas Franklín læknir. Jónas kom í stað Höllu Aðalsteins- dóttur sem hafði verið í fram- kvæmdastjórn í tvö ár. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.