Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 26
Tómas Jónasson fyrr en þær deyja og bendir þá til dreps í hratt vaxandi æxli. Brjóst Æxlisvísar í venjulegum skilningi leika ekki stórt hlutverk í greiningu eða eftirliti í þessum algengasta ill- kynja sjúkdómi kvenna. Aftur á móti eru aðrar rannsóknaraðferðir nú í brennidepli hvað varðar forspá um horfur og er þar átt við mæl- ingar á hraða frumuskiptinga og greiningar á genabreytingum. I mörg ár hefur verið venja að mæla tjáningu æxlisfrumanna á viðtökum fyrir kvenkyns kynhor- mónum, östrogeni og progesteroni, og eru niðurstöður þeirra mælinga notaðar að einhverju leyti til að meta sjúkdómshorfur en fyrst og fremst til þess að segja til um hvort andhormónameðferð muni bera ár- angur. Reynt hefur verið að finna sér- tæka æxlisvísa fyrir brjóstakrabba- mein með því að leita í brjósta- mjólk og er æxlisvísirinn CA 15-3 dæmi um slíkan. Gildi hans mælast hækkuð í meirihluta sjúklinga þeg- ar æxlið hefur sáð út meinvörpum og er þess vegna hægt að nota slík- ar mælingar við eftirlit og mat á virkni sjúkdómsins. Innkirtlar Þar sem afurðir innkirtlanna, hormónarnir, eru mjög sértækar ættu þar að vera komnir kjörnir æxlisvísar fyrir þau líffæri. Af slík- um æxlum eru algengust æxli í skjaldkirtli og mælast þá í mörgum tilvikum hækkuð gildi á thyro- globulini, sem bindur skjaldkirtils- hormónið í kirtlinum. Ef um er að ræða illkynja vöxt í þeim frumum skjaldkirtilsins sem framleiða kalk- stýrihormónið calcitonin skilar það sér í auknum mæli út í blóðið. Til eru sjaldgæfir erfðagallar sem auka mjög líkur á myndun ilikynja æxla á ýmsum innkirtlum og má nota mælingar á calcitonini við æxlisleit í slíku fólki. Þvagfæri Einn æxlisvísir hefur verið orð- aður nokkuð við krabbamein í þvagblöðru, TPA (tissue polypepti- de antigen). Þetta er „gamall" æxl- isvísir sem var lýst fyrst um svipað PSA-æxlisvísirinn hefur ótvírætt gildi til að fylgjast með sjúkdómum í blöðruhálskirtli. leyti og AFP og CEA. Hann tengist hornþráðum í þekjufrumum, er ekki sértækur fyrir ákveðna vefja- tegund en magn hans í blóði gefur nokkrar vísbendingar um frumu- fjölgun. Enginn æxlisvísir er sér- staklega kenndur við nýrnakrabba- mein. Blöðruhálskirtill Krabbamein í blöðruhálskirtli er nú orðið algengasta krabbameinið í íslenskum körlum. Tíðnin er nánast sú sama og tíðni brjóstakrabba- meins meðal kvenna, en konurnar eru mun yngri þegar þær fá sinn sjúkdóm. Því er hér um sjúkdóm eldri karla að ræða. Síðla árs 1992 mælti bandaríska krabbameinsfélagið með því að skimað væri árlega eftir krabba- meini í blöðruhálskirtli karla eldri en 50 ára, með þreifingu um enda- þarm og mælingu í blóði á æxlis- vísinum PSA (prostate specific antigen). A þann hátt myndu líkur á að finna lítil æxli aukast. Hins vegar er vitað að allmargar mæl- ingar sýna hækkuð gildi án þess að illkynja æxli séu á ferð, þar sem stundum finnst mikið af PSA í blóði karla með stækkun á blöðru- hálskirtli án þess að nokkur grein- anleg merki séu um byrjandi krabbamein. Þessi æxlisvísir er lítið sykru- prótein sem myndast bæði í eðli- legum og umbreyttum frumum í blöðruhálskirtli. Ekki er fyllilega ljóst hvert hlutverk þess er en þó er talið að það vinni ásamt öðrum þáttum að niðurbroti á sæði. I nýlegu hefti tímarits banda- rísku læknafélaganna, JAMA, var greint frá allstórum hópi karla sem tekið höfðu þátt í öldrunarrann- sókn í Baltimore. Einn þáttur rann- sóknarinnar var leit að sjúkdómum í blöðruhálskirtli sem gerð var með því að mæla PSA í blóði og kirtill- inn var þreifaður um endaþarm. Aðgerð var framkvæmd ef grunur vaknaði um sjúkdóma í kirtlinum og fékkst þannig staðfesting á því hvaða sjúkdómur var á ferð. I um- ræddri öldrunarrannsókn hafði verið fylgst með sumum í allt að 25 ár þegar sjúkdómur í kirtlinum greindist og lágu fyrir niðurstöður sem sýndu að mæligildi á æxlisvís- inum PSA hækkuðu mishratt í blóði eftir eðli sjúkdómsins í blöðruhálskirtlinum. Niður- stöðurnar sýndu að gildin eru hæst og hækka hraðast í þeim sem eru með útbreitt krabbamein. Ef meinið er bundið við kirtilinn eru gildi PSA mælinganna lægri og hækka hægar. Lægst eru gildin þar sem aðeins er um stækkun á kirtlinum að ræða, án æxlisvaxtar. Þessar nið- urstöður styðja ótvírætt gildi PSA mælinga við að fylgjast með sjúk- dómum í blöðruhálskirtli. Mælingar á PSA í blóði hófust hér árið 1988 og hefur þeim fjölgað ár frá ári. Sem dæmi má nefna að árið 1989 voru gerðar um 700 rann- sóknir á Rannsóknadeild Landspít- alans en á síðasta ári voru þær um 1600. Þessar mælingar hafa fyrst og fremst verið gerðar vegna gruns um sjúkdóm í blöðruhálskirtli en skipulögð leit hefur ekki verið gerð hjá hópi einkennalausra karla. Nú Mæling á æxlisvísum undirbúin á Rannsóknastofu í meinefnafræði. 26 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.