Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 22
örvun var einnig beitt er líklegt að stór svæði hafi örvast. Þekkt er að skyntaugaörvun virkjar margar út- boðstaugabrautir sem geta valdið breyttri virkni í miðtaugakerfinu. Þá benda höfundar á, að frekari rannsókna sé þörf á áhrifum nála- stungna og annarra tegunda skyn- taugaörvunar á starfrænan „sveigj- anleika" heilans, áður en hægt sé að mæla með nálastungu sem með- ferð hjá lömuðum eftir heilablóð- fall. Einu ári eftir að hafa fengið heilablóðfall bjuggu 25 af 28 lifandi sjúklingum, sem fengu nálastungu- meðferð, á heimilum sínum. I viðmiðunarhópnum bjó 21 af 32 eft- irlifandi sjúklingum heima. Minni þörf fyrir langvistun og endurhæf- ingu hjá nálastunguhópnum leiðir til minni kostnaðar og hafa höfund- ar reiknað út að sparnaðurinn nemi 1,9 milljón íslenskra króna á hvern sjúkling. Hélstu heimildir: 1. S. Andersson: Physiological principles of acupuncture: í: Petti F, ed. Proceedings of the forum on non-conventional medicines and the acupuncture European workshop. Rome: Edizioni Paracelso 1991:103-108. 2. S. Andersson og C-A. Carlsson: Utredn- ing: Akupunktur bör endast fá utövas av sjuk- várdspersonal. Lákartidningen 1982; 79: 4384- 4389. 3. N. Lynöe og L. O. Bygren: Akupunktur vid sjukdomstillstánd bör prövas. Lákartidn- ingen 1989;86: 3662-3670. 4. O. Akerele: The role of acupuncture in the WHO traditional medicine programme. í: Petti F, ed. Proceedings of the forum on non-con- ventional medicines and the acupuncture European workshop. Rome: Edizioni Paracel- so, 1991: 157-161. 5. Magnús Ólason: Nálastungur. Viður- kennd sársaukameðferð. Heilbrigðismál 1988; 36 (1): 12-16. 6. J. Kleijnen, G. ter Riet og P. Knipschild: Acupuncture and asthma: A review of con- trolled trials. Thorax 1991; 46: 799-802. 7. A. Richter, J. Herlitz og Á. Hjalmarson: Effect of acupuncture in patients with angina pectoris. European Heart Joumal 1991; 12:175- 178. 8. K. Johansson og fleiri: Akupuntkur- behandling vid slaganfall. Lákartidningen 1993;90:2597-2600. 9. K. Johansson og fleiri: Can sensory stimu- lation improve the functional outcome in stroke patients? Neurology 1993;43: 2189-2192. Magnús Ólason er læknir á Reykja- lundi. Sérgrein hans er orku- og end- urhæfingarlækningar. Hann er fortnað- ur Félags íslenskra lækna um ak- úpúnktúr. Mörg nýmæli Meðal helstu nýmæla í frumvarpi til tóbaksvarnalaga eru: • Réttur fólks til reyklauss lofts er afdráttarlaust viðurkenndur og sérstaklega kveðið á um rétt barna að þessu leyti. • Kveðið er skýrar en áður á um takmarkanir á reykingum þar sem almenningur leitar aðgangs vegna afgreiðslu eða þjónustu, en al- menna reglan er sú að þær verða bannaðar. • Munntóbak verður bannað. • Upplýsingar um tjöru- og nikótíninnihald skulu vera á sígarettu- pökkunum. • Hámark skaðlegra efna í tóbaki skal ákveðið. • Uppstiiling á tóbaki á sölustöðum verður bönnuð. • Tóbakssala á heilbrigðisstofnunum verður bönnuð. • Skýrari ákvæði en áður eru sett um takmarkanir á reykingum á veitingastöðum. • Reykingar verða bannaðar á sjúkrahúsum. Þó má leyfa reykingar sjúklinga í vissum tilvikum. • Reykingar verða bannaðar í framhaldsskólum. • Reykingar verða bannaðar á opinberum fundum. • Vinnuveitendum ber að sjá til þess að starfsfólk njóti réttar til reyklauss lofts á vinnustað sínum. • Reykingar verða óheimilar í millilandaflugi taki ferð skemmri tíma en fjórar stundir og í lengri ferðum frá miðju ári 1996. • Tóbaksveitingar opinberra aðila verða bannaðar. • Næstu fimm árin eftir gildistöku laganna skal verð á tóbaki hækka umfram almennt vöruverð. Víðtækur stuðningur Síðustu misseri hefur Hagvangur kannað viðhorf landsmanna til ýmissa hugmynda um tóbaksvamir. Sumar niðurstöðurnar eru lagðar til grundvallar ákvæðum í frumvarpinu. Hér eru helstu nið- urstöður (miðað við hlutfall þeirra sem tóku afstöðu): • 90% eru hlynntir ákvæði um að það sé réttur hvers manns að þurfa ekki að anda að sér lofti menguðu af tóbaksreyk. • 83% telja æskilegt að staðfesta með lögum rétt barna til reyklauss umhverfis. • 62% eru fylgjandi því að tóbaksverð sé ekki látið hafa áhrif á vísi- tölu framfærslukostnaðar, en nú hafa nokkur aðildarríki Evrópu- sambandsins lögfest slík ákvæði. Jafnvel í hópi þeirra sem reykja tekur meirihlutinn þessa afstöðu. • 89% eru hlynntir banni við reykingum í millilandaflugi. Meðal reykingamanna er hlutfallið 79%. • 62% eru hlynntir því að lágmarksaldur til tóbakskaupa verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár. • Meiri hluti almennings, jafnt reykingamanna sem annarra, telur að fækka megi sölustöðum tóbaks. • 82% eru hlynntir banni við reykingum í kvikmyndahúsum. Meirihluti reykingamanna er fylgjandi banninu. • 80% telja æskilegt að eiga kost á reyklausum matsölustöðum. • 93% lýsa stuðningi við takmarkanir á reykingum á vinnustöðum. • 95% eru því hlynntir að hafa reyklausa kaffistofu á vinnustað sín- um. • 89% eru hlynntir því að opinberir aðilar hætti að veita tóbak. • 85% eru hlynntir þeirri hugmynd að binda tóbakssölu við sérstök leyfi sem sölustaðir gætu misst ef þeir seldu börnum tóbak. 22 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.