Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 20
Ljósmyndarinn Nálastungumeðferð hefur áhrif á fleira en sársauka Nálastungumeðferð (akúpúnk- túr) er árþúsunda gömul kínversk lækningaaðferð, þar sem nálum er stungið gegnum húð á vissum stöðum, þær hreyfðar á ákveðinn hátt og látnar vera kyrrar í tiltekinn tíma. Þessi aðferð hefur verið notuð í Austurlöndum fjær, einkum í Kína, Kóreu og Japan, bæði til þess að greina sjúkdóma og fyrirbyggja þá eða lækna. Fyrstu ritaðar heim- ildir um nálastungulækningar í Evrópu eru frá því um miðja sautj- ándu öld. Snemma á nítjándu öld var farið að kenna þær við háskóla- sjúkrahús í París, en Frakkland var á þessum tíma nýlenduveldi (m.a. í Indókína). A seinni hluta nítjándu aldar var skrifuð doktorsritgerð um nálastungumeðferð við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. I Kína var nálastungulækningum lítið beitt í heila öld en aðferðin var hafin til virðingar á ný um miðja þessa öld, með kínversku menning- arbyltingunni. A síðustu tveim ára- tugum hafa augu lækna og vísinda- manna á Vesturlöndum verið að opnast fyrir þessari aðferð. f Sví- þjóð heimiliðu heilbrigðisyfirvöid nálastungur árið 1982 sem lið í lækningum við sársauka, en nýj- ungar í rannsóknum á lífeðlisfræði sársauka höfðu rennt vísindalegum stoðum undir gildi þessarar aðferð- ar, sem virðist hafa áhrif á tauga- boðefni í miðtaugakerfinu, m.a. örva myndun endorfína.1,2 Nála- stungulækningar urðu viðurkennd meðferð við sársauka, þó svo að hefðbundin kínversk læknisfræði mæli með notkun meðferðarinnar gegn fleiru en sársauka.3 Dauðsföll hafa orðið í kjölfar nálastungumeðferðar í höndum leikmanna á Vesturlöndum. Stung- ið hefur verið í innri líffæri og einn- ig eru dæmi um blóðsýkingu sem leitt hefur mikið veikt fólk til dauða. Einnig hafa aðrar misalvar- legar afleiðingar rangrar meðferðar eða rangra ábendinga verið skráð- Grein eftir Magnús Ólason ar. Því hefur verið lögð á það rík áhersla að þeir sem stundi nála- stungumeðferð hafi grunnþekk- ingu í líffærafræði, smitvörnum og sjúkdómsgreiningu, svo forðast megi alvarleg óhöpp. Sá sem stundar nálastungur verður að vita vel um takmarkanir meðferðarinn- ar og hafa þekkingu til að greina milli sjúkdóma sem geta gefið svip- uð einkenni. Hann má heldur ekki gleyma öðrum lækningaaðferðum, sem kunna að eiga betur við eða geta jafnvel skipt sköpum fyrir hinn sjúka. Af þessum ástæðum hafa heilbrigðisyfirvöld mælt með því að nálastungur séu einungis stundaðar af læknum (og tann- læknum), sem hafa aflað sér sér- þekkingar á þessu sviði. f sumum löndum, m.a. í Svíþjóð, hefur í ein- staka tilvikum verið veitt undan- þága til hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara til að beita þessari lækningaaðferð eftir sérstakt nám, enda starfi þessir aðilar þá í náinni samvinnu við lækni. A ráðstefnu um óhefðbundnar lækningar, sem haldinn var í Róm í október 1990 rakti fulltrúi AI- þjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar (WHO) stefnu stofnunarinnar varðandi nálastungumeðferð.4 í máli hans kom fram að stofnunin viður- kennir nálastungumeðferð og hvetur til frekari rannsókna á áhrifum henn- ar. Á ráðstefnunni kom fram að í Evrópu legðu 88.000 einstaklingar stund á nálastungumeðferð, þar af væru 70% með læknismenntun. Var niðurstaða ráðstefnunnar sú, að nálastungulækningar gætu ekki lengur kallast óhefðbundnar. Hér verður ekki fjallað almennt um nálastungumeðferð sem lækn- ingaaðferð við sársauka, enda hefur það verið gert áður á þessum vett- vangi (sjá Heilbrigðismál 1/19885), heldur sagt frá úttekt á áhrifum nálastungumeðferðar við astma og síðan sagt frá rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð á síð- ustu árum, á áhrifum nálastungu- meðferðar á sjúklinga með krans- æðasjúkdóm annars vegar, og hins vegar á sjúklinga sem fengið hafa heilablóðfall (slag). Ekki gott við astma? Því hefur lengi verið haldið fram að nálastungumeðferð hjálpi sum- um sjúklingum með astma. Fyrir rúmum tveimur árum birtist grein í tímaritinu Thorax, þar sem farið var yfir þrettán rannsóknir sem birst höfðu um áhrif nálastungu- meðferðar á sjúklinga með astma.6 Leitast var við að meta rannsókn- irnar á gagnrýninn hátt eftir ströng- um fræðilegum forsendum. Niður- stöður þeirra rannsókna sem skást- ar þóttu stönguðust á. Samkvæmt sumum þeirra gagnast nálastungu- meðferð við astma en samkvæmt öðrum ekki. Höfundar draga þá 20 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.