Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 32
hafa komið fram hugmyndir um að a.m.k. sum afbrigði af áráttu (eink- um svonefnd endurskoðunarárátta) tengist erfiðleikum við að greina á milli atburða sem maður hefur ímyndað sér eða framkvæmt í raun eða stafi af minniserfiðleikum sem einkum komi fram undir álagi og skapa óöryggi. Samkvæmt þessari skoðun eru þannig e.t.v. á ferðinni minnistruflanir einhvers konar og óöryggi því samfara. Slíkar skýr- ingar eru hins vegar alls ekki full- nægjandi þótt þær geti bent til áhættuþáttar í vissum afbrigðum áráttu og þráhyggju. Afstaða til hugsana Onnur hugmynd um orsakir vandans byggist á því að það sé baráttan við hugsanir sem sé kjami hans. Þær hugsanir sem einkenna áráttu og þráhyggju koma einnig fyrir hjá fólki almennt, en það sem greinir hér á milli er annars vegar tíðni hugsananna og hins vegar það uppnám sem þær valda og sú hegðun sem þær leysa úr læðingi. Af þessu mætti ráða að það sé af- staða fólks til slíkra hugsana og/ eða eitthvað í því hvemig brugðist er við þeim sem leiði til þess að þær verða þráhugsanir hjá sumum en ekki hjá öðrum. Ýmislegt bendir m.a. í þá átt að margir þráhyggnir ofmeti þá stjórn sem við getum haft á því sem okk- ur dettur í hug og vanmeti sam- hliða fjarlægðina á milli hugsunar og athafnar. Þeir leggi nánast að jöfnu að hugsa og framkvæma. Þeir reyni því í ríkari mæli að útiloka óæskilegar hugsanir og fylgist um leið betur með því en aðrir hvort þær skjóti upp kollinum. Þetta kann að leiða til þess að hugsanimar verði áleitnari í stað þess að verða fátíð- ari. Það er líka athyglisvert að gjarnan dregur tímabundið úr t.d. endurskoðunaráráttu þegar sá sem af henni þjáist kemur í nýtt um- hverfi þar sem hann er ekki á sama hátt „ábyrgur" fyrir því sem gerist. Eitt bannað Nýlegar rannsóknir á bælingu hugsana og afleiðingum hennar varpa í þessu sambandi nýju ljósi á áráttu og þráhyggju og önnur af- brigði óþægilegra hugsana. Lítum á dæmi um þetta. Hugsaðu þér að þú sitjir í stól heima hjá þér og þér sé sagt að þú megir hugsa um hvað- eina með einni undantekingu þó. Þú megir ekki með nokkru móti hugsa um „ísbjörn". Hvað gerist? Þú sem væntanlega leggur ekki í vana þinn að hugsa um ísbimi ert nú líklegur til þess að gera það í ríkum mæli. Rannsóknir sýna a.m.k. að þetta gerist jafnan við slíkar aðstæður. Af hverju stafar þetta? Hér kem- ur líklega margt til en það sem skiptir okkur mestu máli er að svo virðist sem þær hugsanir sem fólk beitir í því skyni að forðast t.d. hugsunina um ísbjörn verði vakar að þeirri sömu hugsun. Því meiri ákafa sem fólk sýnir við að vísa henni frá, því fleira sem það tínir úr hugskoti sínu eða skoðar í um- hverfinu til þess að koma í stað hugsunarinnar því fleiri tengsl myndast á milli hennar og þessara hluta eða hugsana og því fleira get- ur þar af leiðandi kallað hana fram. Einnig hefur komið fram í þess- um rannsóknum að þegar fólk er beðið um að hugsa ekki t.d. um ís- björn og tekst það, gýs hugsunin upp með krafti þegar þessi fyrir- mæli eru dregin til baka og við- Trúrækið fólk óttast stundum að það geri eða hugsi eitthvað sem brýtur gegn trú þess og sannfær- ingu. Meðal þeirra sem þetta reyndu var Marteinn Lúther. Hvað er árátta og þráhyggja? Árátta og þráhyggja (þrá- hugsanir) eru vandamál sem oft fara saman en þurfa ekki að gera það. Árátta er síendurtekin hegðun af einhverju tagi sem ekki gegnir neinum sýnilegum tilgangi eða er sem slík í hæsta máta yfirdrifin. Fyrir þann sem haldinn er áráttunni gegnir hún hins vegar þeim tilgangi að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt hendi hann sjálfan eða aðra. Einnig getur hún beinst að því að fullvissa sig stöðugt um að það hafi ekki átt sér stað. Helstu afbrigði áráttu eru annars vegar endurskoðunarár- átta og hins vegar hreinlætisár- átta (þvottaárátta). Endurskoð- unarárátta beinist til dæmis að því að ganga aftur og aftur úr skugga um að dyr séu læstar, að slökkt hafi verið á eldavél, að ekki hafi verið ekið yfir barn á götunni o.s.frv. Hreinlætisárátta eða þvottaárátta felst í því að forðast með yfirdrifnum hætti smit og óhreinindi. Þráhyggja einkennist af óþægilegum hugsunum af ýms- um toga. Einatt eru þetta hugs- anir um að maður geri eitthvað sem er honum þvert um geð eða þá að eitthvað óþægilegt, en um leið harla ólíklegt, hendi hann eða aðra í kringum hann. Þannig getur ástrík móðir óttast að hún kunni að skaða barn sitt eða trúrækinn maður að hann muni formæla drottni. Þráhugs- anir af einhverju tagi liggja oft að baki áráttu (t.d. endurskoð- unaráráttu og hreinlætisáráttu) en stundum þjaka þær fólk án þess að það komi fram í hegðun að öðru leyti. /. S. 32 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.