Heilbrigðismál - 01.06.1996, Page 12
Ef tóbak dræpi dýr ...
Grein eftir Svein Magnússon
Reykingar eru langstærsta orsök
sjúkdóma sem hægt er að koma í
veg fyrir. Hér á landi deyja um þrjú
hundruð manns á ári úr sjúkdóm-
um sem rekja má beint til reykinga,
fleiri en af slysum, ofbeldi, áfengis-
misnotkun og eiturlyfjanotkun
samanlagt. Viðbrögðin við þessum
ógnvaldi eru ekki í neinu samræmi
við afleiðingarnar. Reykingar verða
útundan og iðulega er litið á þær
sem sjálfsagðan ósóma.
Nýjasta dæmið um öfgakennd
viðbrögð almennings og yfirvalda
er kúafárið í Bretlandi, sem hefur
hugsanlega orðið 10 manns að fjör-
tjóni. I þessu sama landi deyja um
6.000 manns á ári í umferðarslysum
og um 120.000 manns vegna reyk-
inga. Yfirvöld í Evrópu bregðast af
fullum þunga við kúafárinu en um
leið er slakað á kröfum um tób-
aksvarnir, að fyrirmælum sömu yf-
irvalda.
Löggjafinn setur ströng viðurlög
gegn mengun, gegn hættu á vinnu-
stöðum, hættu í umferð á landi,
lofti og legi en þegar kemur að
vörnum gegn ógnvænlegasta valdi
sjúkdóma og dauða verða við-
brögðin dræm. Aðgerðir löggjafans
hér á landi hafa einkennst af seina-
gangi og jafnvel undanhaldi síð-
ustu árin. Hert tóbaksvarnalög
voru lengi á leið gegnum Alþingi.
Virk verðlagningarákvæði með
heimild til hækkunar á tóbaki hafa
ekki átt upp á pallborðið hjá stjórn-
málamönnum.
Þegar hlustað er á erlenda fyrir-
lesara ræða um vandamál tóbaks-
neyslu verður manni ljóst að vandi
íslendinga er á margan hátt auð-
veldari viðureignar en vandi ann-
arra þjóða. Hér eru hvorki bændur
sem rækta tóbak né verksmiðjur
með fjölda fólks í vinnu sem gerir
úr því söluvarning. Baráttan á ís-
landi ætti eingöngu að vera við fá-
eina hagsmunaaðila, innflytjendur
vörunnar. Ahrif þeirra eru hins
vegar veruleg, jafnvel inni á Al-
þingi, og í mótsögn við hagsmuni
fjöldans.
Aðrir helstu andstæðingar tób-
aksvarna eru þeir sem einblína á
óheft frelsi sem lausn allra mála.
Það lítur út fyrir að hjá sumum
ráðamönnum sé frelsi til að skaða
heilsu fólks meira metið en sjálf-
sagðar takmarkanir á tóbakssölu og
reykingum. Þeir virðast telja að
tóbak eigi að lúta sömu lögmálum
og aðrar neysluvörur eða nauð-
synjavörur. Tóbak er eitur og á að
fara með það sem slíkt.
Ekki eðlilegt að reykja
Eitt stærsta verkefni heilbrigðis-
starfsfólks í baráttunni við tóbaks-
neysluna er að benda aftur og aftur
á að reykingar eru óeðlileg hegðun.
Neysla tóbaks verður gerð óeðlileg
með því að hvetja samfélagið til að
hafna reykingum í ýmsu félagslegu
samhengi, t.d. í skólum, á vinnu-
stöðum, á stöðum þar sem almenn-
ingur kemur saman og á öðrum
þeim stöðum þar sem líklegt er að
margir safnist saman sem ekki
reykja.
Hér á landi hefur reyklausum
stöðum fjölgað verulega, bæði
afgreiðslustöðum, vinnustöðum,
heimilum, samkomustöðum og far-
artækjum. Þetta er glöggt dæmi um
vel heppnað átak við að gera reyk-
ingar óeðlilegar.
Reyklaust rými verndar ekki ein-
göngu þá sem ekki reykja, það gef-
ur líka skýr skilaboð til barna,
unglinga og fullorðinna um nei-
kvæðni þess að reykja og gefur
skýrt í skyn, að reykingar eru til
óþæginda og félagslega óæskilegar
eða ólíðandi.
Það sem hefur áunnist
Tóbaksauglýsingar voru bannaðar (1971 og 1977).
Markviss fræðsla hefur verið í grunnskólum (frá 1975).
Bannað var að selja tóbak þeim sem voru yngri en 16 ára (1985) og
aldursmarkið síðar hækkað í 18 ár (1996).
Almenningi var tryggður réttur til reykleysis á afgreiðslu- og
þjónustustöðum og í mörgum almenningsfarartækjum (1985).
Viðvörunarmerkingar voru teknar upp (1985) en þeim var síðar
breytt að kröfu Evrópusambandsins (1996).
Settar voru reglur um takmarkanir á reykingum á vinnustöðum
(1985) og um borð í skipum (1993).
Reykleysi hefur náðst fram í flugi innanlands (1984) og milli
landa (1995).
Kvikmyndahús urðu reyklaus (1995).
Reykingar voru alveg bannaðar í leikskólum, grunnskólum, fram-
haldsskólum og heilbrigðisstofnunum (1996).
Reyklaust tóbak verður bannað (1997).
12 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996