Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 13
Nokkrar staðreyndir
• Rannsóknir sýna að helmingur þeirra
sem deyja úr reykingasjúkdómum er á
aldrinum frá 35 ára til 69 ára.
• Þeir sem reykja stytta líf sitt að meðal-
tali um sex til átta ár, en það samsvar-
ar tíu mínútum fyrir hverja sígarettu
sem reykt er.
• A síðasta ári voru seldar um 370 millj-
ón sígarettur hér á Jandi, eðá meira en
milljón sígarettur á dag.
• Fjórði hver fuíloroinn Íslendingur
reykir. ’SW-,
• Meira en fimmtíu þúsund núlifandi
Islendingum hefur tekist að hætta að
reykja.
Enn má bæta um betur. Hvaða
vit er í því að leyfa reykingar á litl-
um veitingastöðum, til dæmis á
listasöfnum eða menningarmið-
stöðvum? Minnumst þess aðþrír af
hverjum fjórum fullorðnum Islend-
ingum reykja ekki.
Islenskar rannsóknir hafa sýnt að
reykingar foreldra inni á heimilum
hafa bein og óbein áhrif á börn.
Samkvæmt erlendum rannsóknum
skiptir hegðun foreldranna miklu
máli en einnig skoðanir þeirra. Það
er eitt að foreldri reyki og annað
hver boðskapurinn er. Það getur
dregið úr fordæmisáhrifum ef
foreldri lýsir andstöðu við reyking-
ar þó svo að það sé háð nikótíni.
Þetta má til dæmis gera með því að
reykja ekki inni á heimilum eða í
bíl fjölskyldunnar.
Aðrir staðir sem veruleg áhrif
hafa á barnið snemma á ævi þess
eru leikskólar og heimili dag-
mæðra. Barnið fær skýr skilaboð
frá allri hegðun sem á sér stað í svo
nánu umhverfi og því geta jákvæð
uppeldisáhrif foreldra farið fyrir lít-
ið ef barnið er stóran hluta dagsins
undir allt öðrum áhrifum. Þess
vegna hlýtur það að vera sjálfsögð
krafa allra að skólar, þar með taldir
leikskólar, séu algjörlega reyklausir,
eins og lög mæla nú fyrir um.
Bregðast parfhart við
Það er í lok grunnskólans og
byrjun framhaldsskólans sem flest-
ir byrja að reykja. Því má segja að
upphaf reykinga setji þá sem tengj-
ast skólaheilsugæslunni í enn meiri
ábyrgðarstöðu. Skapa þarf svigrúm
til að skólalæknar og skólahjúkrun-
arfræðingar geti hjálpað ungling-
um að losna við tóbak ekki síður en
aðra óværu. Hart er brugðist við ef
lús finnst á einum nemanda en
menn láta sér fátt um finnast þó að
800-1000 unglingar byrji að reykja á
hverju ári, flestir á grunnskólaaldri.
Enginn hefur látið lífið vegna lúsar
en annar hver reykingamaður er
beinlínis að dæma sjálfan sig til
dauða!
Ýmiss konar hegðunarfræðilegar
rannsóknir hafa verið gerðar á
unglingum, bæði hérlendis og er-
lendis. Þórólfur Þórlindsson pró-
fessor hefur bent á jákvæð tengsl
við íþróttalíf og annað það sem
unglingar gera í frítímum.
Alls staðar kemur fram tilhneig-
ing stúlkna til þess að reykja frekar
en stráka. Flestir hafa þá skoðun að
stúlkur séu í rneiri þörf fyrir hóp-
inn, og hræddari við að hópurinn
segi skilið við þær, og séu þess
vegna tilbúnar til þess að taka upp
siði sem tryggja veru þeirra í
ákveðnum hópum.
Þeir unglingar sem ánetjast reyk-
ingum eru oft sérstakir persónu-
leikar, baldnari og áhættusæknari
en aðrir, standa sig yfirleitt fremur
illa í námi og hafa lélegt samband
við skólann. Þá er sjálfsmat þeirra
og sjálfsálit minna en hinna.
Unglingar svara líkt og fullorðnir
þegar þeir eru spurðir af hverju
þeir reykja. Þeir segjast reykja af
því að þeir ætla að róa taugarnar,
vera með hinum, sýna sjálfstæði og
stjórna líkamsþyngd. Sumir telja
sig hafa ánægju af því að reykja.
Allt hljómar þetta líkt og fullorðnir
séu að tala.
Hlutverk heilbrigðisstarfsfólks
Læknar og annað heilbrigðis-
starfsfólk gegnir mjög veigamiklu
hlutverki í baráttunni gegn tóbaks-
notkun. Rannsóknir hafa sýnt að
I
1
|
Það sem þarf að gera
• Fylgja þarf eftir banni við tóbakssölu til barna og svipta sölustaði
leyfi til tóbakssölu ef út af er brugðið.
• Slíta þarf samhengi tóbaksværðs og vísitölu til að auðveldara
verði að hækka tóbaksverð.
• Tryggja þarf rétt til reykleysis á veitingahúsum.
• Losa þarf börn við reykmettað loft á heimilum og í bílum.
• Auðvelda þarf starfsmönnum skóla og heilbrigðisþjónustunnar
að bregðast við af festu ef börn byrja að fikta við reykingar.
• Harnra þarf á því að reykingar eru manninum ekki eðlilegar og
rnenga umhverfið meira en flest annað.
• Bannað verði að stilla tóbaki upp í hillur. Þannig er verið að
auglýsa það.
• Stækka þarf viðvörunarmerkingar á ný og draga úr vægi vöru-
merkja á umbúðum tii að hindra áhrif óbeinna auglýsinga.
• Berjast þarf gegn því að reykt sé í leiksýningum og kvikmyndum.
• Fækka þarf sölustöðum tóbaks.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 13