Heilbrigðismál - 01.06.1996, Qupperneq 16

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Qupperneq 16
er hægt að fylgjast með hreyfingum líffæra, t.d. hjarta og líffæra í kviðarholi. Mun nákvæmari myndatöku af innviðum líkamans er hægt að fá með tölvusneiðmyndatækjum. Þá er rönt- genlampanum snúið umhverfis sjúkling og geislinn fell- ur á sérstaka geislanema á bak við sjúklinginn. Upplýs- ingar um geislunina eru færðar í tölvu sem sér um að búa til mynd fyrir hvern hring. Þannig fæst tölvusneið- mynd af líkamanum. Þessi rannsóknartækni hefur þró- ast mjög hratt undanfarin ár. A tölvusneiðmyndum er einnig hægt að sjá mun nákvæmar en ella legu, stærð og lögun æxla, en geislaskammtar eru hærri við sneið- myndatökur en venjulegar röntgenmyndatökur. Við röntgenmyndgerð eru það röngentæknar sem stjórna röntgenbúnaðinum. Þeir velja rétt svæði á lík- amanum og stöðu hans fyrir hverja rannsókn, en um leið gæta þeir þess að geislaskammtur sjúklings við myndatökuna verði eins lítill og frekast er unnt. Sér- staklega er mikilvægt að takmarka geislaða svæðið. Röntgenlæknar eru menntaðir til þess að túlka rönt- genrannsóknir og aðstoða aðra lækna við sjúkdóms- greiningar. Röntgenmyndir af útlimum, svo sem framhandlegg, fótlegg, af lungum og tönnum eru algengastar þeirra röntgenrannsókna sem fram fara hérlendis. Við rann- sóknirnar þarf hlutfallslega litla geislun. Við rannsóknir á kviðarholslíffærum drekka sjúkl- ingar oft svokallaðan baríumgraut. Hann er ógagnsær fyrir röntgengeislum og myndar ljós svæði á röntgen- mynd. Þannig er hægt að fá myndir af útlínum maga og þarma. Avallt verður að vera læknisfræðileg ástæða fyrir röntgenrannsóknum og þær skal framkvæma á viður- kenndan hátt, þannig að geislun verði eins lítil og unnt er. Þá er hætta sem fylgir geisluninni réttlætanleg og tryggt er að ávinningur sjúklings er meiri en áhættan. Geislaskammtar sjúklinga geta verið mjög breytilegir við sams konar röntgenrannsókn, bæði innbyrðis á milli sjúklinga og á milli einstakra röntgendeilda. Markmiðið er þó alls staðar það sama að halda geisla- skömmtum eins lágum og frekast er unnt. Mikil áhersla er lögð á að ná bestu mögulegum myndgæðum með eins lágum geislaskömmtum og litl- um kostnaði og unnt er. Gæðatrygging er mikilvægur Ótrúlegar framfarir í myndgreiningu sjúkdóma Enginn afkimi líkamans er lengur hulinn sjónum manna. Ekki er lengur aðeins til myndgreining með röntgengeislum heldur hafa nýjar rannsóknaraðferðir komið til og þróast óðfluga undanfarna áratugi. Hinar nýju rannsóknaraðferðir byggjast ýmist á geislun, hljóð- eða rafsegulbylgjum. Með öflugum tölvum er nú orðið mögulegt að skapa myndir af öllum líffærum lík- amans. Upplýsingarnar sem fengnar eru með mynd- greiningaraðferðum eru geymdar á stafrænu formi og unnt er að vinna með þær á ótrúlegan hátt þar sem jafnt heilbrigð sem sjúk líffæri eru skoðuð í ýmsum sniðum og í þrívídd. Miklu er fórnandi fyrir nákvæma sjúkdómsgreiningu því að fyrsta skrefið í meðhöndlun og lækningu allra sjúkdóma er rétt greining. Ennþá eru röntgenrannsóknir langalgengustu mynd- greiningaraðferðirnar. Röntgentæki nútímans eru orðin mjög fullkomin í samanburði við fyrstu gerðir. Hin hefðbundna röntgenrannsókn á ennþá langa lífdaga fyrir höndum en ugglaust munu þó venjulegar rönt- genmyndir víkja fyrir nýrri tækni á mörgum sviðum. Röntgenmyndatökur af slagæðum hafa gert mögulegar viðgerðir á þrengdum æðum þar sem unnt er að stað- setja þrengingar með mikilli nákvæmni. Nú er orðið al- gengt á röntgendeildum að þar eru víkkaðar út slag- æðaþrengingar, lögð inn æðavíkkandi rör og lyf gefin í fyrirfram ákveðna slagæð. Aukinn hraði og myndgæði verða með hverri nýrri kynslóð tölvusneiðmyndatækja. Slíkar rannsóknir munu senn gera kleift að taka fullkomnar kransæðamyndir sem þá verður mögulegt að gera án kransæðaþræð- ingar. Þrívíddargerð tölvusneiðmyndarannsókna er orðin þannig að með því að sitja við tölvuskjá með stýripinna í hendi má fara í ferðalag um líkamann þar sem akbrautin er til dæmis lungnaberkjur, slagæðar eða gallvegir. Þannig er mögulegt að skoða nánast all- an líkamann. Notkun ótnskoðunar er gífurlega víðfeðm og hefur Séð inn í höfuðkúpuna, ofanfrá. Myndin er samsett úr tölvusneiðmynd og segulómmynd. Bein eru hvít og grá, slagæðar eru rauðar og stórt æxli á innri heyrnartaug er grænt. 16 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.