Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 22
maður, sem ekki lét sig varða
vandamál atvinnuvega, en nú varð
hann að taka virkan þátt í að leysa
vandamál iðnaðarins. Innan eins
árs frá komu hans til Lille var hann
byrjaður að einbeita sér að vanda-
málum víniðnaðarins, sem var ein
helsta iðnaðargrein héraðsins.
I þeim rannsóknum sem Pasteur
stundaði í Lille komu vandvirkni
og yfirsýn hans greinilega í ljós og
hann sýndi fram á ýmsa þætti sem
höfðu áhrif á gerhvata, en það eru
lífrænir hvatar sem taka þátt í ýms-
um gagnlegum efnabreytingum.
Hann gerði sér jafnvel grein fyrir
verkun ýmissa sóttvarnarefna í
fyrsta skipti. Hann sýndi fram á að
lauksafi hefur áhrif á ger, en ekki á
mjólkursýrugerhvatana. Þessar og
aðrar uppgötvanir sínar birti Pa-
steur árið 1857 í stuttri tímarits-
grein, sem er talin vera grundvöllur
vísindalegrar örverufræði og
marka tímamót í lífefna- og líf-
fræðivísindum.
Þótt Pasteur notaði þessa þekk-
ingu sína nær eingöngu til fram-
leiðslu á víni, ediki og bjór skildi
hann að hægt var að nota örverur
til þess að framkvæma næstum
hvaða lífefnafræðilegu breytingu
sem var, eins og greinilega kemur
fram er hann sagði: „Ég er sann-
færður um að sá dagur mun koma
að örverur verða notaðar í iðnaði
sökum hæfileika þeirra til þess að
breyta lífrænu efni." Þessi spá-
mannlegu orð Pasteurs hafa svo
sannarlega ræst þar eð ýmsar líf-
rænar sýrur, leysiefni, vítamín, lyf
og gerhvatar, svo aðeins nokkur
dæmi séu tekin, eru framleidd í
stórum stíl með þeim efnabreyting-
um sem vissar örverur hvetja, en
þetta er allt rökrétt afleiðing af
rannsóknum Pasteurs.
Ahrif örvera
Arið 1857 sneri Pasteur aftur til
Parísar að sínum gamla háskóla,
Ecole Normale Superieure. Eftir
það helgaði hann krafta sína rann-
sóknum á sjúkdómum í mönnum
og dýrum.
Eitt af þeim rannsóknarverkefn-
um, sem hann tók sér fyrir hendur
eftir komuna til Parísar, var varð-
andi svokallaða sjálfkviknunar-
kenningu, sem mjög var umdeild á
þessum tíma. Ef hinar ýmsu breyt-
ingar sem áttu sér stað í lífrænum
efnum svo sem súrnun mjólkur,
alkóhólgerjun, ediksmyndun, rotn-
un kjöts og fleiri breytingar urðu af
völdum örvera, hvaðan komu þá
þessar örverur? Kviknuðu þær
sjálfkrafa eða voru þær einhvers
staðar tilbúnar að hefja starfsemi
sína um leið og hentugt tækifæri
byðist. Þessum og öðrum ámóta
spurningum svaraði Pasteur fyrst-
ur manna.
Árið 1877 markar þáttaskil í lífi
Pasteurs og sögu heilbrigðisvís-
inda. I aprílmánuði það ár gaf hann
út fyrstu rannsóknir sínar á fniltis-
bruna, sem er sjúkdómur er herjar
bæði á menn og dýr. Þessi ritgerð
hans stendur í samhengi við kenn-
inguna um að örverur geti valdið
smitsjúkdómum sem án alls efa er
ein merkilegasta vísindakenning,
sem sönnuð hefur verið, á sama
hátt og ritgerð hans árið 1857 um
mjólkursýru stendur í samhengi
við kenninguna um, að örverur geti
valdið gerjun. Það er athyglisvert
að Pasteur eyddi því sem eftir var
ævinnar til þess að rannsaka líf-
fræði- og læknisfræðivandamál,
Mikil áhætta
Louis Pasteur tók mikla
áhættu þegar hann féllst á
það, 7. júlí 1885, að Joseph
Meister fengi bólusetningu
gegn hundaæði. Þrem dög-
um áður hafði óður hundur
bitið drenginn og fullyrtu
læknar að engin von væri
um að lifa það af.
Pasteur hafði áttað sig á
því hvernig hægt væri að
vekja mótefnasvörun með
veikluðum veirum og hafði
gert tilraunir á dýrum.
Meister var bólusettur tólf
sinnum á tíu dögum. Fyrst í
stað var Pasteur mjög
áhyggjufullur en smám sam-
an kom árangurinn í ljós. I
bréfi til vinar síns sagði
hann: „Ef til vill eru mestu
stórviðburðir í læknisfræði
þessarar aldar að gerast."
Hann reyndist sannspár.
enda þótt hann væri menntaður
sem efnafræðingur og hefði aldrei
numið líffræði né læknisfræði.
Grundvöllur aðgerða Listers
Eins og nærri má geta höfðu
læknar þungar áhyggjur af því hve
oft ígerðir hlupu í sár og þær urðu í
mörgum tilvikum svo magnaðar að
lífi sjúklingsins varð ekki bjargað.
Pasteur hafði oft, bæði í ræðu og
riti, haldið því fram að smitsjúk-
dómar væru í nánu samhengi við
gerjun og rotnun. Árið 1864 náðu
skrif Pasteurs um þessi efni augum
skoska skurðlæknisins Joseph List-
er. Á grundvelli rannsókna Pa-
steurs komst Lister á þá skoðun, að
örverur gætu valdið ígerðum í sár-
um á hliðstæðan hátt og þær gætu
valdið gerjun og rotnun. Af þessum
sökum lagði hann til að allar tiltæk-
ar ráðstafanir yrðu gerðar til þess
að koma í veg fyrir að örverur
kæmust í hendur og tæki skurð-
læknisins og að fjarlægja þær úr
loftinu sem lék um skurðstaðinn. I
þessu skyni notaði Lister úða af
sóttvarnarefninu fenól eða kar-
bólsýru. Þannig hófst tímabil nú-
tímaskurðlækninga sem byggja á
vísindalegum grunni.
Lister var sér fyllilega meðvit-
andi um þá þakkarskuld sem hann
stóð í við Pasteur, en rit hans voru
kveikjan að þessum merku rann-
sóknarstörfum Listers og hann við-
urkenndi oft þessa staðreynd opin-
berlega.
Sjúkdómar í silkiormum
Það voru eingöngu vitsmunaleg-
ar hugleiðingar sem leiddu til
þeirrar sannfæringar að örverur
gætu valdið sjúkdómum í mönn-
um. En það var vegna alveg sér-
stakra aðstæðna sem Pasteur fékk
tækifæri til þess að rannsaka raun-
verulegan sjúkdóm. Fyrstu sjúkl-
ingar hans voru ekki menn heldur
silkiormar. Framleiðsla á silki úr
silkiormum var þá mikilvægur iðn-
aður víða í Mið- og Suður-Frakk-
landi. Um miðbik nítjándu aldar
tók leyndardómsfullur sjúkdómur
að herja á ormana. Um 1865 hafði
sjúkdómurinn dreifst til flestra
þeirra héraða, þar sem silkiormar
voru ræktaðir og þessi iðnaður var
á barmi gjaldþrots í Frakklandi og
22 HEILBRIGÐISMAL 2/1996