Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 26

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 26
1959 • Fjármálaráðuneytið féllst á að félagið fengi eina krónu af hverju heillaóskaskeyti Landsímans (síðar var þessi tekjustofn afnuminn). 1960 • Alþingi samþykkti þingsályktun um „að krabba- meinsvarnir verði efldar." 1962 • Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH) veitti styrk til rannsókna á magakrabbameini á Islandi. • Fest voru kaup á húsinu Suðurgötu 22 í Reykjavík. I fjáröflunarskyni voru seld heiðurshlutabréf í félaginu. • A Alþingi var samþykkt að 25 aura skattur yrði lagð- ur á hvern sígarettupakka (sem þá kostaði 15,80 kr.) og skyldi gjaldið renna til félagsins (síðar var þessi tekju- stofn afnuminn). 1963 • Krabbameinsfélagi Reykjavíkur var falið að annast fræðslustarf heildarsamtakanna að miklu leyti. 1964 • Hafin var leit að krabbameini í leghálsi og forstigum þess. Leitarstöðin (nefnd Leitarstöð B) var formlega opnuð 29. júní í húsi félagsins við Suðurgötu. Eldri leit- arstarfsemi (Leitarstöð A) var í október flutt úr Heilsu- verndarstöðinni í Suðurgötuna. • Lög félagsins voru endurskoðuð. Meirihluti fundar- manna á aðalfundi var andvígur því að breyta nafni fé- lagsins í Krabbavernd eða Krabbavarnarfélag íslands. Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins voru við Suður- götu í Reykjavík í tvo áratugi, frá 1964. Aður hafði fé- lagið skrifstofuaðstöðu f Blóðbankanum. Barátta gegn reykingum ungs fólks var hert verulega árið 1975, undir forystu Krabbameinsfélags Reykja- víkur. Síðan hefur ástandið batnað til muna. 1968 • Við rannsóknir á krabbameinsvaldandi efnum í ís- lenskum matvælum fundust slík efni í sviðum og harð- reyktu kjöti. 1969 • Oddfellowar, Krabbameinsfélagið o.fl. gáfu Land- spítalanum kóbaltgeislalækningatæki. • Leit að leghálskrabbameini náði til alls landsins. 1970 • Á alþjóðlega heilbrigðisdaginn, 7. apríl, var fræðsla um krabbamein, í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. • Húsið Suðurgata 24 var keypt. • Átta krabbameinsfélög voru stofnuð sama árið, eink- um til að annast leitarstarf á landsbyggðinni. 1971 • Bann við tóbaksauglýsingum varð að lögum, en Krabbameinsfélagið hafði barist fyrir því í mörg ár. 1972 • í árslok var hætt rekstri Leitarstöðvar A. 1973 • Leit hófst að brjóstakrabbameini hjá konum sem komu í leghálsskoðun í Leitarstöð B. 1974 • Samvinna hófst milli Krabbameinsskrárinnar, Al- þjóða krabbameinsrannsóknastofnunarinnar (IARC) í Lyon í Frakklandi, Erfðafræðinefndar Háskólans og 26 heilbrigðismAl 2/1996

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.