Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 27

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 27
Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði um fjöl- skyldurannsóknir í brjóstakrabbameini. 1975 • Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH) veitti félag- inu styrk til rannsóknaverkefna í tengslum við Krabba- meinsskrána. 1976 • I tilefni af 25 ára afmæli Krabbameinsfélags Islands var efnt til ráðstefnu um krabbameinslækningar, ástand og horfur. • Ný sókn hófst í baráttunni gegn reykingum. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur jók verulega fræðslu í grunn- skólum og beitti nýjum aðferðum. Hafin var útgáfa á blaðinu Tnkmark, og því dreift í tugþúsundum eintaka til nemenda. 1982 • Landsráð gegn krabbameini var stofnað í maí, að áskorun forseta íslands, forsætisráðherra og biskupsins yfir íslandi. Aðild að ráðinu áttu 62 félagasamtök. Á vegum ráðsins var skipulögð landssöfnun í október undir kjörorðinu Þjóðarátak gegn krabbameini. Alls var safnað 13 milljónum króna (samsvarar meira en hundr- að milljónum nú) til að búa Krabbameinsfélaginu að- stöðu til aukinnar starfsemi í nýju húsi, og auk þess lögðu fyrirtæki fram 7 milljónir króna. I framhaldi af söfnuninni festi Krabbameinsfélagið kaup á húsinu Skógarhlíð 8, en það var þá í byggingu. • Nafn Fréttabréfs um heilbrigðismál var stytt í Heilbrigð- ismál. 1984 • í lok september flutti Krabbameinsfélagið í hið nýja hús sitt við Skógarhlíð. Félaginu hafði verið gefinn tölvubúnaður sem metinn var á 10-15 milljónir króna. Jafnframt var tölvudeild félagsins stofnuð. Húsið nr. 8 við Skógarhlíð í Reykjavík var keypt fyrir fé sem safnaðist í Þjóðarátaki gegn krabbameini árið 1982 og tekið í notkun tveim árum síðar. 1985 • Krabbameinsfélaginu voru gefin tvö röntgentæki til myndatöku af brjóstum. Röntgendeild var formlega opnuð í maí. • Stofnað var bókasafn, sem ætlað er að veita lærðum sem leikum upplýsingar um krabbamein. • Hafin var útgáfa á ársskýrslu félagsins, en hún hefur síðan verið lögð fram á aðalfundi ár hvert. • Skipað var í Vísindaráð Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn. Ráðið fjallar um vísindaverkefni sem unnin eru á vegum félagsins. Formenn í 45 ár í 45 ára sögu Krabbameinsfélags íslands hafa sex menn verið formenn þess. Niels Dungal prófessor var kosinn fyrsti formaður félagsins á stofnfundin- um 27. júní 1951 (en hann var einnig fyrsti formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur árið 1949). Niels gegndi formennskunni þar til hann lést, árið 1965. Bjarni Bjarnason læknir var formaður félagsins frá 1966 til 1973. Ólafur Bjarnason prófessor tók við af Bjarna og var formaður til 1979. Næstu níu árin var Gunnlaugur Snædal prófessor formaður félagsins. Almar Grímsson apótekari var formaður frá 1988 til 1992 en Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir hef- ur verið formaður Krabbameinsfélags íslands síð- ustu fjögur ár (sjá mynd og viðtal á bls. 34). KRABBA- MEINS- FÉLAG ÍSLANDS 45 ÁRA HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 27

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.