Heilbrigðismál - 01.06.1996, Síða 29

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Síða 29
Tómas Jónasson Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins er orðið árvisst. Myndin var tekin í Reykjavík í vor en einnig var hlaupið víða annars staðar á landinu. 1990 • Efnt var til Þjóðnrátaks gegn krabbameini í þriðja sinn, nú undir kjörorðunum Til sigurs. Söfnunarfé nam 52 milljónum króna og var ákveðið að verja því til rann- sókna á krabbameini, stuðnings við krabbameinssjúkl- inga og fræðslu um heilbrigða lífshætti. • Mikill stuðningur við starf félagsins kom fram í könnun Hagvangs. Um 97% þeirra sem afstöðu tóku sögðu að Krabbameinsfélagið hefði sinnt sínum verk- efnum mjög vel eða vel. 1994 • Krabbameinsfélagið lagði til húsnæði fyrir vefjasýna- safn Rannsóknastofu Háskólans. Það var tekið í notkun á afmælisdegi Nielsar Dungal prófessors og nefnt Dungalssafn. • Ákveðið var að Krabbameinsfélagið tæki þátt í kostnaði við nýja kennslustöðu í krabbameinslækning- um við læknadeild Háskóla Islands. • Matreiðslubókin Af bestu lyst var gefin út hjá Vöku- Helgafelli í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfé- lagið og Manneldisráð. Bókin hefur selst i meira en 13 þúsund eintökum. 1995 • Krabbameinsráðgjöfin tók til starfa. Hjúkrunarfræð- ingar svara í síma 800 4040, sem er grænt númer, og veita upplýsingar og ráðgjöf. • Minningarsjóður Guðjóns B. Ólafssonar var stofnað- ur. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á krabba- meini í blöðruhálskirtli. 1996 • Rishæð Skógarhlíðar 8 var tekin í notkun. Þar er matsalur, námskeiðssalur og fundaherbergi. í kjölfarið var aukið rými fyrir stuðningshópa, Heimahlynningu og bókasafn á fyrstu hæð. • Minningarsjóður Kristínar Björnsdóttur var stofnað- ur. Hann á að styðja rannsóknir á krabbameini í börn- um (sjá bls. 33). • Krabbameinsfélaginu barst stór arfur eftir Jóhann Vilmundarson (sjá bls. 33). • Unnið var að gerð heimasíðu á Internetinu fyrir Krabbameinsfélagið. Slóðin er: www.krabb.is Vefjasýnasafn Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði, Dungalssafn, komst í öruggt skjól árið 1994 fyrir tilverknað Krabbameinsfélagsins. 1991 • Blettaskoðun var boðin í fyrsta sinn, á sumardaginn fyrsta, í samvinnu við Félag íslenskra húðlækna, í þeim tilgangi að leita að krabbameini í húð. Síðan hefur slík skoðun verið árlega. • Krabbameinsfélagið og Rauði krossinn keyptu tvær íbúðir í nágrenni Landspítalans, til afnota fyrir krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra meðan á sjúk- dómsmeðferð stendur. íbúðirnar voru vígðar á 40 ára afmæli Krabbameinsfélags íslands. Síðar hafa fleiri íbúðir verið keyptar og eru þær nú fjórar. • R Samúelsson hf. gaf Krabbameinsfélaginu Toyota sendibíl. • Styrkjunr úr rannsókna- og tækjasjóði leitarsviðs Krabbameinsfélagsins var úthlutað í fyrsta sinn. 1992 • Endurnýjaður var samningur við ríkið um skipulega leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Hann gildir til ársloka 1998. HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 29

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.