Heilbrigðismál - 01.03.1998, Side 31

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Side 31
Öflug fráhvarfseinkenni Fráhvarfseinkenni eftir nikótín (sígarettureykingar) eru vel þekkt. Þau eru venjulega öfug við verkan- ir nikótíns. Fráhvarfseinkennin (kvíði, óeirðni, aukin matarlyst, hægðatregða, sljóleiki, hægari hjart- sláttur, ásókn (craving) í sígarettur o. fl.) byrja fáeinum klukkustund- um eftir að síðasta sígarettan var reykt. Þau ná hámarki eftir fáeina daga og geta staðið í nokkrar vikur og má upphefja þau með viðeig- andi skammti af nikótíni í formi reyktóbaks eða á annan hátt. Tóbaksreykingar (sígarettureyk- ingar) eru tvisvar til þrisvar sinn- um algengari hjá fólki, sem haldið er geðsjúkdómum en öðru fólki, og þessu fólki gengur enn fremur mun verr að hætta reykingum en öðrum. Þetta á sennilega sér í lagi við fólk með geðklofa. I þessu sambandi ber þess að minnast að nikótín get- ur aukið umbrot margra geðklofa- lyfja í óvirk umbrotsefni. Að auki rekur oft í augu hve margir alkó- hólistar, og ekki síður fyrrverandi alkóhólistar, reykja mikið og stund- um heiftarlega. Freistandi er að ætla að reykingar hjá fólki með geðklofa (eða alkóhólisma) séu eins konar sjálfslyfjun og megi ef til vill skýra út frá verkunum fyrir tilstilli dópamíns, glútamínsýru eða acetýl- kólíns. Tóbaksreykingar varna ótvírætt uppkomu Parkinsonsjúkdóms og er það án efa að rekja til nikótíns í tóbaki. Verkun nikótíns í þessa veru tengist óhjákvæmilega boð- efninu dópamíni. Við Alzheimersjúkdóm er hrörn- un í nikótínviðtækjum og kólvirk- um taugungum í ennisgeira heilans (og raunar víðar) áberandi. Nikótín ætti að geta komið að gagni við Alzheimersjúkdóm, einkum á byrj- unarstigi, ef það væri gefið í nægj- anlega stórum skömmtum (í æð eða undir húð). Má segja að þetta hafi reynst rétt, en hefur þó ekki lækningagildi. Önnur efni eru skaðlegri Enda þótt tóbaksreykingar séu mjög heilsuspillandi, er öldungis óvíst, hvern þátt nikótín á í þá veru. Nikótín er ekki krabbameins- valdur en það gæti virkjað krabba- meinsvalda sem í líkamann koma við reykingar vegna umbrota óvirkra forstiga í virka krabba- meinsvalda eða umbrotnað í krabbameinsvalda (nikótínnítrósa- mín). Nikótín eitt sér veldur og trauðla lungnaskemmdum, og gagnstætt þvf sem áður var talið er í hæsta máta óvíst hvort nikótín á nokkurn þátt í æðakölkun af völd- um reykinga. í þessu sambandi er sérlega áhugavert að kótínín, aðal- umbrotsefni nikótíns, kann að draga úr að minnsta kosti sumum af þeim verkunum nikótíns á hjarta og æðar, sem áður voru taldar geta leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Höfundur er þeirrar skoðunar, að greina þurfi milli tóbaks og nikótíns. Ef tóbak er leyft til reykinga eða á annan hátt vegna verkunar nikó- „Nikótín er sterklega vanabind- andi og árangur af því að venja menn af tóbaksreykingum er lé- legur, eða hefur verið svo til þessa, hverjum tiltækum ráðum sem hef- ur verið beitt," segir greinarhöf- undur. tíns á miðtaugakerfið hlýtur að vera sanngirnismál að leyfa notkun hreins nikótins í þessu skyni, þar eð með því móti myndi sparast stórfé vegna minni tíðni lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma og illkynja sjúkdóma og þar af leiðandi þján- inga. Enda þótt fyrstu hreinu nikó- tínsamsetningarnar (tyggigúmmí, plástrar) hafi reynst lítt nothæfar til þess að hefja eða viðhalda nikótín- ávana, er ólíklegt að það eigi einnig við hreint nikótín í dropum eða úða í nef eða úða til innöndunar. Nikótín er langoftast notað í formi tóbaks (sérstaklega reyk- tóbak). Full ástæða er til þess að ætla að menn sækist í tóbak vegna nikótíns, en það séu önnur efni í tóbaki sem ráði mestu um skað- semi tóbaksreykinga eða annarrar tóbaksnotkunar. Nikótín er ekki vímugjafi og er tiltölulega lítið not- að við félagslegar athafnir sérstak- legá. Nikótín er fyrst og fremst not- að á ávanastigi og fíkn í það er sjaldgæf í þeirri merkingu að allt líf og starf hlutaðeigandi einstaklinga snúist að heita má um það eitt að afla sér nikótíns. Slíkt er þó þekkt, ekki síst meðal lungnasjúklinga, sem lengi hafa reykt heiftarlega. Saknæmt athæfi við öflun nikótíns (innbrot, smygl, peningafals eða þjófnaður) hefur og ætíð verið miklu fátíðara en til dæmis þegar etanól (áfengi) á í hlut. Notkun nikótíns á ávanastigi kann að mótast af sjálfslyfjun oftar en álitið hefur verið og nikótín hef- ur eitthvert lækningagildi. Líffæra- skemmdir af völdum tóbaksreyk- inga eru áberandi og þar á meðal vissar fósturskemmdir. Fráhvarfs- einkenni eru oft áberandi, en yfir- leitt ekki hættuleg. Dauðsföll af völdum nikótíns í formi tóbaks eru lítt þekkt (að minnsta kosti hér á landi). Þorkell Jóhannesson læknir, dr. med., er prófessor í lyfjafræði við læknadcild Háskóla íslands og for- stöðumaður Rannsóknastofu í hjfja- fræði. Grein þessi er útdráttur úr kafla t nýju riti eftir Þorkel, „Ávana- og fíkniefni og hjf". Þar er ítarleg heim- ildaskrá og einnig nokkrar skýringar- myndir. í síðasta tölublaði Heilbrigðis- tnáia var grein eftir Þorkel um koffein. HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 31

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.