Heilbrigðismál - 01.06.1998, Qupperneq 4

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Qupperneq 4
Tómas Jí Mismunandi margir eru á eftirlaunaaldri Um það bil tíundi hver íslendingur er 67 ára eða eldri, alls rúmlega 27 þúsund manns, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands, og er þá miðað við 1. desember 1997. Af kaupstöðunum eru hlutfallslega flestir aldr- aðir á Siglufirði, 14,5%, næst koma Reykjavík, 11,7% og Neskaupstaður, 10,9%. Fæstir aldraðir eru í Mosfellsbæ, 3,6% og Snæfellsbæ, 6,4%. í öðrum sveitarfé- lögum er lægsta hlutfall- ið í Bessastaðahreppi, 2,9%, en hæst í Bæjar- hreppi í Austur-Skafta- fellssýslu, 30% (17 af 57 íbúum eru 67 ára eða eldri), og í Keldunes- hreppi í Norður-Þingeyj- arsýslu, 29%. Hlutfallið er einnig hátt, rúmlega 20%, í Hofshreppi í Aust- ur-Skaftafellssýslu, Þver- árhlíðarhreppi í Mýra- sýslu og Fljótahreppi í Skagafjarðarsýslu. Sumir þessara hreppa hafa nú verið sameinaðir öðrum. Aðeins 40 af 1359 íbúum Bessastaðahrepps eru 67 ára eða eldri. Þetta er lægsta hlutfall á land- inu. Börnin eru því áberandi í byggðinni á Álftanesi. Sorpbrennsla er ekki síðri kostur en sorpurðun Um 85% af öllum úr- gangi sem til fellur hér á landi er urðaður, um 15% fer í brennslu. „Segja má að urðun hafi tekið við af brennslu í mörgum til- fellum þar sem verið var að leggja niður opnar brennslur. Nýjar brennslustöðvar eru dýr- ar og því einungis fá sveitarfélög sem hafa lagt í þann kostnað," segir Lúðvík E. Gústafsson jarðfræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins. Svo virðist sem brennsla sé þyrnir í aug- um þeirra sem nálægt henni búa en ekki er víst að það sé umhverfinu fyrir bestu að urða sem mest. „Sorpbrennsla er ekki slæmur kostur við eyðingu úrgangs og met- in skárri en urðun, þegar orkunýting er höfð í huga," segir Lúðvík. Að því er varðar mengun segir hann: „Sennilega mengar lítil brennslustöð, eins og sú sem er í Öræf- um, ekki meira en einn góður varðeldur eða ára- mótabrenna." Innlent Minnsta tóbaks- sala síðan 1954 Á síðasta ári voru seld 413,7 tonn af tóbaki, og þykir sumum nóg um. Salan hefur þó minnkað stöðugt síðan 1984 en þá var hún 122,6 tonnum meiri en nú. Breytingin er augljósari þegar tekið er tillit til fjölgunar landsmanna. Þá kemur í ljós að heildar- sala tóbaks árið 1997 var 2007 grömm á hvern full- orðinn íbúa (minnsta sala síðan 1954), sígarettusal- an 1761 stykki (sú minnsta síðan 1969), vindlasalan 56 stykki (minnsta sala síðan 1963) og sala á reyktóbaki, nef- tóbaki og munntóbaki var 105 grömm á hvern fullorðinn íbúa (minnsta sala síðan mælingar hóf- ust árið 1941). Sölutölur fyrir fyrri hluta ársins 1998 benda til að enn dragi úr tób- akssölunni. Beltin spennt Hópbílar hf., sem er dótturfyrirtæki Hag- vagna, hafa sett öryggis- belti í öll sæti í sínum bílum, og munu vera fyrstir íslenskra hóp- ferðafyrirtækja til að bjóða slíkt öryggi. Víða erlendis er farið að gera kröfur til að farþegar í hópbifreiðum geti spennt á sig bílbelti en yfirvöld hafa ekki enn sett það sem skilyrði fyrir akst- ursleyfi. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík stefna að því að sem flestir hópbílar í skólaakstri verði búnir beltum. Þrjátíu reyklausir veitingastaðir Könnun sem Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd gerðu í vor leiðir I ljós að af 159 veitingastöðum í borginni eru 30 reyklaus- ir, flestir aðrir bjóða reyk- laus svæði en 18 staðir gera það ekki og brjóta þannig lög um tób- aksvarnir. Hana-nú fékk heilsuverðlaun Frístundahópurinn Hana-nú í Kópavogi fékk heilsuverðlaun heilbrigðisráðherra haustið 1997. Hópurinn hefur í fjórtán ár lagt áherslu á al- hliða heilsurækt, meðal annars með reglu- bundnum gönguferðum, og hvatt eldra fólk til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Um sex hundruð manns taka þátt í starfi hópsins. 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.