Heilbrigðismál - 01.06.1998, Síða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Síða 5
Hundruð þúsunda vegna víkkunar Hvað kostar hver kransæðavíkkun? Erfitt mun að áætla það en fyr- ir liggur að efniskostnað- ur er um 90 þúsund krónur og auk þess kost- ar hver fóðring 150 þús- und krónur. Eins og fram hefur komið í Heil- brigðismálum er orðið algengt að tvær fóðringar séu settar í hvern þann sem fer í víkkun. Þar með er útlagður kostnað- ur um 390 þúsund krón- ur, auk launa starfsfólks, tækja, húsnæðis og fleiri kostnaðarliða. Eftir sem áður eru kransæðavíkk- anir hagkvæmari en kransæðaskurðaðgerðir. Hollari lifrarpylsa Margir hafa orðið að neita sér um að borða lifrarpylsu vegna þess hve fiturík hún er. Mæl- ingar Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins sýna að í hverjum hundrað grömmum eru 16,8 grömm af fitu, þar af helmingurinn mettuð fita. Nú er komin á markað svonefnd heilsulifrar- pylsa með aðeins 2,3 grömmum af fitu. En hvernig er þetta hægt? Jú, í staðinn fyrir mör eru notuð hrísgrjón! Og bragðið er ekkert síðra, segja þeir sem reynt hafa. Framleiðandi er Heilsu- kostur í Hveragerði. Fimmti hver íslendingur notar tauga- og geðlyf Sala tauga- og geðlyfja hér á landi árið 1997 var 10% meiri en árið á und- an, og hafði aukist um 54% frá 1990. „Munar þar mest um nýju geðdeyfð- arlyfin," segir í upplýs- ingum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og landlækni. Salan í fyrra nam 194 skilgreind- um dagskömmtum á þúsund íbúa á dag, sem þýðir að fimmti hver ís- lendingur hefur á hverj- um tíma verið að taka slík lyf. Einar Magnússon skrif- stofustjóri í ráðuneytinu segir að söluverðmæti tauga- og geðlyfja hafi verið um 1,9 milljarðar króna á síðasta ári, og er þá miðað við svonefnt apóteksverð, þar af var verðmæti geðdeyfðar- lyfja um 560 milljónir króna. Minnstu útgjöldin „Hár eftirlaunaaldur, aldurssamsetning þjóðar- innar og minna atvinnu- leysi verða að teljast sennilegustu skýring- arnar á því hvers vegna heildarútgjöld vegna heilbrigðis- og félags- mála eru mun lægri á íslandi en í öðrum norrænum löndum," seg- ir í frétt sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið sendi frá sér í sumar og byggð var á nýrri norrænni skýrslu. Árið 1996 voru útgjöld vegna heilbrigðis- og fé- lagsmála 18,6% af vergri þjóðarframleiðslu á ís- landi en 26,4% í Noregi, 31,3% í Danmörku, 32,1% í Finnlandi, og 35,2% í Svíþjóð. Hér er um að ræða heildarútgjöld, það er útgjöld ríkis og sveitarfélaga, auk út- gjalda atvinnurekenda og heimila. Alþjóðlegt ár aldraðra Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1999 verði alþjóðlegt ár aldr- aðra. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur skipað fram- kvæmdastjórn undir for- ystu Jóns Helgasonar fyrrum ráðherra og nú- verandi formanns Sam- starfsnefndar um málefni aldraðra. Hvatt er til margvís- legrar umfjöllunar um málefni aldraðra, sagt að leggja verði áherslu á að þjóðfélagið eigi að vera fyrir alla aldurshópa og að fólk þroskist alla ævi. Bent er á að breytingar hafi orðið á lífsgildum og lífsviðhorfum og huga verði að stöðu aldraðra á nýrri öld. Grænmetisneyslan er að aukast í sumar hefur staðið yfir mikil auglýsinga- herferð í dagblöðum og sjónvarpi þar sem hvatt er til aukinnar neyslu grænmetis. Her- ferðin er í nafni „íslenskrar garðyrkju" en kost- uð af stærsta seljanda grænmetis, Sölufélagi garðyrkjumanna. Pálmi Haraldsson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að salan hafi aukist mikið á und- anförnum árum og sé enn að aukast, enda um að ræða gæðavöru á verði sem stenst saman- burð við innflutning frá nálægum löndum. Einna mest aukning er í sölu á gúrkum, en tómatar, paprika og aðrar tegundir seljast einn- ig betur en áður. Ástæða er til að lýsa ánægju með þetta frum- kvæði Sölufélagsins. Sífellt fleiri eru að átta sig á nauðsyn þess að neyta grænmetis og ávaxta oft á dag - heilsunnar vegna. HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 5

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.