Heilbrigðismál - 01.06.1998, Page 27

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Page 27
Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands Nýr formaður kosinn Á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, sem haldinn var í maí, tók Sigurður Björnsson yfirlæknir við for- mennsku af Jóni Þorgeiri Hallgrímssyni yfirlækni sem gaf ekki kost á sér lengur. Jón var formaður í sex ár en hafði áður verið í stjórn félagsins og tengst þv'í með öðrum hætti í meira en þrjá áratugi. Hann hefur nú verið kjörinn í Heiðursráð Krabbameinsfélagsins. Fram kom á aðalfundinum að starfsemin á síðasta ári var með svipuðu sniði og áður en nokkur halli var á rekstrinum. Gerður hefur verið þjónustusamningur við heilbrigðisyfirvöld um Krabbameinsskrána og unnið er að gerð samnings um leitarstarfið, en gildandi samn- ingur rennur út um næstu áramót. íslendingar gegna nú forystu í Norræna krabba- meinssambandinu og sáu um árlega vísindaráðstefnu sambandins, sem haldin var hér á landi í sumar. Sagt var frá því á aðalfundinum að samið hefði verið við Búnaðarbanka íslands um að gerast aðal styrktar- aðili Krabbameinsfélags íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Bankinn verður kynntur sem slíkur í út- gáfu- og kynningarefni félagsins, á happdrættismiðum, heimasíðu, í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins og víðar. Samningurinn er til fimm ára og í honum felst einnig að öll bankaviðskipti félaganna verða við Bún- aðarbankann. I kjölfar aðalfundarins var þess minnst að tíu ár eru síðan Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði tók til starfa. Af því tilefni afhenti Oddfellowreglan félag- inu að gjöf tvær dýrar og vandaðar smjásjár sem notað- ar verða á rannsóknastofunni. -F- Myndir: 1. Jón Þorgeir Hallgrímsson fráfarandi formaður Krabbameinsfélags Islands og Sigurður Björnsson nýkjörinn formaður. 2. Skrifað undir samning um að Búnaðarbankinn ger- ist aðal styrktaraðili Krabbameinsfélagsins. Fremri e röð: Sveinn Magnússon varaformaður Krabbameins- | félags Reykjavíkur, Stefán Pálsson aðalbankastjóri 7 Búnaðarbankans og Sigurður Björnsson formaður P Krabbameinsfélags íslands. Aftari röð: Ásthildur Bernharðsdóttir gjaldkeri Krabbameinsfélags Reykja- víkur, Sólon Sigurðsson bankastjóri og Ingi R. Helga- son gjaldkeri Krabbameinsfélags Islands. 3. Svipmynd frá aðalfundi Krabbameinsfélags fs- lands í maí. 4. Frá afhendingu tveggja smásjáa sem notaðar verða við krabbameinsrannsóknir: Geir Zoéga æðsti maður Oddfellowreglunnar á íslandi og Helga M. Ög- mundsdóttir forstöðumaður Rannsóknastofu í sam- einda- og frumulíffræði. HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 27

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.