Heilbrigðismál - 01.06.1998, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Qupperneq 34
Tómas Jónasson Vansæla er einn vafa- samasti vímugjafinn á fíkniefnamarkaði hér á landi segir Þorkell Jóhannesson prófessor og forstöðumaður Rannsóknastofu Háskóla Islands í lyfjafræði um vímuefnið „ecstacy" Vímuefnið „ecstacy" hefur gengið undir ýmsum nöfnum svo sem E-pilla, alsæla, helsæla og vansæla. Þorkell Jóhannesson dr. med., prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla íslands og forstöðumaður Rann- sóknastofu í lyfjafræði, segir að orðið vansæla lýsi efn- inu vel. „Þetta vandræðaefni er í lyfjafræði nefnt MDMA en efnafræðiheitið er 3,4-metýlendíoxímet- amfetamín/' segir Þorkell. „Metamfetamín er náskylt amfetamíni en hefur hlutfallslega meiri verkun á mið- taugakerfið. Þetta eru öflugir vímugjafar." Þorkell var fyrst spurður um áhrif amfetamíns. „í stórum skömmtum og einkum við langvarandi neyslu getur amfetamín leitt til rangskynjana, ranghugmynda og afbrigðilegrar hegðunar. Minnir þetta á verkun lýs- ergíðs (LSD) og getur líkst geðklofa. Örvun af völdum amfetamíns er talin vera vegna losunar á boðefninu noradrenalíni, ásókn tilraunadýra í amfetamín skýrist af losun á dópamíni, en geðveikikennd fyrirbæri svo og önnur lýsergíðlík áhrif skýrast frekast af losun á ser- ótóníni. Við vímu af völdum lýsergíðs eru ríkjandi ein- kenni hugsanaflug, ýmiss konar skynbrenglanir og rof eigin persónumarka þannig að menn telja sig geta sam- lagast öðru fólki, umhverfinu, náttúrunni eða jafnvel alheiminum í þeim mæli sem annars er með öllu óger- legt. Ef lýsergíðvíman fer úr böndum kann hlutaðeig- andi að hegða sér fullkomlega afbrigðilega eins og hann væri haldinn geðveiki, sérstaklega geðklofa." En snúum okkur þá aftur að vansælunni. „MDMA var fyrst samtengt 1914. Var ætlunin að nota það til þess að bæla matarlyst, en það var aldrei sett á markað í því skyni," segir Þorkell. „Á tímabili upp úr 1970 var efnið nokkuð notað við geðlækningar án þess þó að nokkurn tíma væri metið hlutlægt hvert væri gildi þess. Árið 1983 varð MDMA vinsæll vímugjafi meðal háskólastúdenta í Bandaríkjunum en árið 1985 var það, vegna óvæntra dauðsfalla, sett á lista yfir vímugjafa, sem óheimilt er að nota. Engu að síður hefur notkun MDMA og annars skylds efnis, MDEA, haldist allmikil og dauðsföll hlotist áfram af þeirra völdum." Að sögn Þorkels bárust fyrstu efnissýni með MDMA og MDEA til Rannsóknasofu í lyfjafræði 1991 og 1992 og komu við sögu í dauðsfalli árið 1995. Þorkell Jóhannesson er einna fróðastur íslenskra lækna um áhrif vímuefna. Honum líst að vonum ekki á þau efni á borð við MDMA sem nú virðast vera að ná fótfestu hérlendis. Þorkell segir að nýlegar dýratilraunir sýni að MDMA valdi hækkuðum líkamshita. „Af hitanum eða samfara honum er hætt við niðurbroti á vöðvum og dreifðri storkun blóðs í æðakerfinu svo og enn fleiri truflunum í líkamsstarfsemi. Vitað er, að MDMA og MDA geta valdið tiltölulega sértækum skemmdum á serótónínvirkum taugungum í miðtaugakerfinu í til- raunadýrum. Kann þetta að skýra rugl, geðdeyfð og kvíða sem fundist hefur hjá sumum einstaklingum í vikur eftir töku MDMA, jafnvel í einungis eitt skipti." „Efni þessi, sér í lagi MDMA sjálft, hafa mjög flókna verkun, sem annars vegar er amfetamínlík, en hins vegar lýsergíðlík. MDMA er greinilega hættulegri vímugjafi en bæði amfetamín og lýsergíð og sér í lagi ef tekið er tillit til bráðra og banvænna eiturhrifa. Dauðsföll af völdum amfetamíns hafa ætíð verið fátíð og dauðsföll af völdum lýsergíðs verða sennilega ætíð óbeint (vegna slysa o. fl.). Tiltölulega litlir skammtar af MDMA geta hins vegar valdið bráðadauða f hjartveiku fólki og alvarlegum eitrunum eða dauða ef venjulegra vímugefandi skammta er neytt við sérstakar aðstæður (í þröngum hópi og við mikla hreyfingu)." „Amfetamín er öflugur vímugjafi, sem nú er orðinn fastur í sessi hér á landi," segir Þorkell. „Lýsergíð er hins vegar vímugjafi sem notaður er í sveiflum og er í heild lítið notaður hér. Ef MDMA á eftir að breiðast út hér á landi er viðbúið að það leiði af sér fleiri bráð eitr- unartilfelli en þekkist eftir amfetamín eða lýsergíð og mörg dauðsföll að auki. Við þetta bætist svo að MDMA getur valdið langvarandi truflunum í starfsemi miðtaugakerfisins, engu síður en amfetamín og lýser- gíð." „MDMA er samkvæmt framansögðu einn vafasam- asti ef ekki langvafasamasti vímugjafi sem skotið hefur upp kollinum á fíkniefnamarkaði hér á landi," segir Þorkell Jóhannesson prófessor. -jr. 34 heilbrigðismál 2/1998

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.