Samtíðin - 01.05.1934, Side 6

Samtíðin - 01.05.1934, Side 6
S AMTÍÐIN að kjarni þess efnis, sem þau flytja, birtist í e i n u f j ö 1- 1 e s n u tímariti. Þessu tímariti, SAMTlÐINNI, er svo háttað, að hun á að geta orðið sameiginlegt tímarit marga nh ugamannahópa. Efnið verður aðgi-eint í flokka. í upphafi hvers heftis verður flokkur um almenn menningarmál. En sérflokkar eru nú þegar ákveðnir þessir: Uppeldis- og mentamál, bókmentir og listir, heimilismál, náttúrufræði og dýra. vernd, útvarpsmál, íþróttir og kýmni. Fleiri flokkum verður bætt við svo fljótt sem unt er, og verður efni þeirra: Iðnaðarmál, heilbrigðismál, skáldsögur o. fl. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að gefa út safn fræðirita, sem komi út við og við í hálfu minna broti, og má safna þeim örkum í sjálfstæðar bækur. Félögum verður gefinn kostur á að eiga flokka í SAMTÍÐINNI, og hafa íhlutunarrétt um ritstjórn þeirra, með sérstökum samningi við útgefendur. SAMTÍÐIN ætlar að leiða hjá sér alt dægurþras um málefni og stefnur, og verður að því leyti ldutlaus í pólitískum flokkadrætti. En hún mun ei að síður ekki skirrast við að flytja rökstuddar fræðigreinar um stjórnmál, án alls tillits til flokkslegra stjóm- málaskoðana. Ritstjóm SAMTlÐARINNAR verður svo háttað, að efni margra 2 hefta verður að mestu leyti skipu- lagt fyrirfram og fengnir færustu menn, sem kostur er á, til þess að rita um hvert efni fyrir sig. Hefir í þessu skyni verið leitað aðstoðar margra mentuðustu og ritfærustu manna hér í Reykja- vík, sem allir hafa lofað efni í ritið. Skulu nokkrir þeirra nefnd- ir hér: Alexander Jóhannesson prófessor, Árni Friðriksson mag., Freysteinn Gunnarsson skóla- stjóri, Gunnlaugur Claessen doktor, Halldór IGljan Laxness rithöfundur, Páll ísólfsson organ- leikari, Pálmi Hannesson rektor, Ragnar E. Kvaran rithöfundur, Sigurður Skúlason magister og Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri. Með þessu fyrirkomulagi er þó alls ekki fyrir það girt, að teknar verði ritgerðir, sem ekki hefir verið falast eftir, ef þær falla saman við skipulag og tilgang S AMTÍÐ ARINN AR. Raunsæi er einkenni nútímans. — SAMTÍÐIN vill verða vett- vangur raka þeirra manna, sem á raunsæjum grundvelli og af heil- um hug vilja vinna að eflingu þ j óðmenningarinnar. Verðið á SAMTÍÐINNI er lágt í hlutfalli við útgáfukostnaðinn. En lágt verð er höfuðskilyrði þess, að rit geti náð almennri út- breiðslu. Sendum við svo SAMTÍÐINA út í þeirri von, að henni verði vel tekið og að hún megi verða að því gagni, sem henni er ætlað.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.