Samtíðin - 01.05.1934, Síða 22

Samtíðin - 01.05.1934, Síða 22
KÍN\?ERSKA STAFSETNINGIN Englendingurinn H. G. Wells, skáldið og sagnfræðingurinn, framtíðarspámaðurinn, er heims- frægur maður fyrir skarpskygni sína og snild. Veraldarsaga hans var á fáum árum þýdd á flestöll menningarmál og .jók meir en nokkurt annað rit höfundarins á frægð hans. Wells bregður töfra- sprota nýs skilnings og andríki frjálsmannlegrar hugsunar á marga mauraþúfu gamalla hleypi- dóma og kotungshugar í sögu mannkynsins. • Wells ber fram þá spurningu á einum stað í sögu sinni, hversu það megi vera um Kínverja, sem í þúsundir ára voru öndvegisþjóð veraldar, að þeir skuli nú standa kyrrir á framþróunarbrautinni. Hann neitar því eindregið, að Kínverjar séu í insta eðli sínu í- haldssamari en Vesturlandamenn. Kínverjar séu fyllilega jafnokar þeirra að vitsmunum. Alt of mik- ið sé gert úr forfeðradýrkun Kínverja, og að hleypidómar og 18 EFTIR HELGA HJÖR9AR snobb vestrænna þjóða sé í raun- inni engu minna. Hvers vegna hefir lífið sjálft hlaupist frá þess- ari gáfuðu og göfugu þjóð? Og svar H. G. Wells er einfalt, eins og snildin er æfinlega: ITálærður Kínverji kann ekki annað en að lesa. ITonum endist ekki æfin til að læra annað en það, hvar eigi að vera stafur með krók og hvar stafur með engum krók. Allir úrvalsmenn þjóðarinnar verða að fórna æsku sinni, æfi sinni, gáfum sínum og andlegu þreki til þess að læra að stafa, til þess að læra djöfuldóm af steindauðum fígúrum eftir steinrunna sérvitringa, sem eru dauðir fyrir þúsundum ára. Alt til dauðans er Kínverjinn að læra greinarmun á því,hvar eigi að vera st og hvar zt, hvar nst og hvar nnzt, alt eftir einhverjum frá- munalegum reglum, sem búnar eru að vera náköld lík í þúsund

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.