Samtíðin - 01.05.1934, Síða 26

Samtíðin - 01.05.1934, Síða 26
S A M T í Ð I N og ánægjulegt sé að fylla það dýrum húsgögnum. En því fer fjarri. Sú firra ríkir ennþá hjá fjölda fólks, að ekki sé hægt að stofna heimili með minna en þrem stofum með þrennskonar húsgögnum. Fyrst og fremst er stór borðstofa með óþægilegum og oftast ósmekklegum borðstofu- húsgögnum, önnur með djúpum, stoppuðum stólum, þar sem að- eins koma nokkrir gestir, en fjöl- skyldan sjálf því nær aldrei, og loks er svefnherbergi með skraut- legum hiísgögnum, gerðum úr dýrasta efnivið, sem völ er á. Þá er heimilið fullkomið. Slíkt er hinn mesti misskilningur. Alt þetta gerir heimilið ekki vistlegt, í þess stað líkist það mest sýn- ingarstofum í húsgangaverslun. Tilgangur heimilisins er að vera dvalarstaður fjölskyldunnar, þar sem hún er í frístundum sín- um, hvílir sig, matast og gleðst. Heimilið á því fyrst og fremst að miðast við þessar þarfir. Til þess að fullnægja þeim þarf eldhús, dálitla borðstofu, dagstofu og' svefnherbergi með baðklefa. Dagstofan, aðal dvalarstaður heimilisfólksins, á að vera vistleg, björt, þægileg og rúmgóð, en ekki sýningarsalur með óþörfum hús- gögnum. í dagstofunni eiga að vera hæfilega mörg þægileg sæti, sem smekklega og haganlega er fyrirkomið, borð og helst bóka- liilla með nokkrum bókum, sem auk þess að þær prýða heimilið, eiga sinn mikla þátt í að skapa ánægju á heimilinu. Teppi á helst að vera á gólfi. Það gefur heim- ilinu hlýlegan blæ. Fyrsta og síðasta skilyrðið er þó, að heimilið sé hreinlegt og snoturt og beri persónulegan blæ, sem ber vott um, að alúð sé við það lögð. Þá unir fjölskyldan sér heima. GIR. NýUsk\i dag'Btofau er stilhrein, björt og' rúingóö.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.