Samtíðin - 01.05.1934, Page 27

Samtíðin - 01.05.1934, Page 27
yL bokmentm oa is in SIGRID BOO „Selv i tider som disse“. Oslo 1932. Sigrid Boo vakti þegar á sér mikla eftirtekt með fyrstu bók sinni, „Vi som gaar kjökkenveien“ (á ísl.: „Við sem vinnum eld- hússtörfin“). Efni bókarinnar var vinsælt og frásögnin skemti- leg, enda flaug bókin út. Hún var þýdd á mörg tungumál, film- uð og leikin. Kvöld eftir kvöld liefir hún verið sýnd í leikhúsum og kvikmyndahúsum víðsvegar um Norðurlönd og hlotið almanna hylli. Aðra bók gaf Sigrid Boo út, rétt fyrir jólin 1932. Ileitir hún „Selv i tider som disse“ (á ísl.: „Þrátt fyrir kreppuna“). Kaup- endurnir þyrptust í bókabúðirnar. Hver útgáfan eftir aðra flaug út á skömmum tíma. Á nokkrum mánuðum seldust 60 þúsund ein- tiik. Slík sala mun vera einsdæmi í Noregi, þegar slept er sölu á verkum Björnsons, sem gefin voru út á 100 ára afmæli hans, og seldust í 70 þús. eintökum. Sagan segir frá heimilislífi em- bættismanns í Oslo, sem á mörg uppkomin börn. — Heimilið er dýrt í rekstri og eru allmiklir erfiðleikar á að láta launin Sigrid Boo. 23

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.