Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN framleiða þar um 40 miljónir krvvst. árlega. Önnur á, sem virðist sérstak- lega vel til virkjunar fallin, er Botnsá í Iivalfirði. Hún kemur einnig úr allstóru stöðuvatni, Hvalvatni. Vatnasvæði hennar er um 35 km2, en stærð vatnsins liðlega 4 km2. Vatnið er í tæp- lega 380 m. hæð yfir sjó og not- hæf fallhæð virðist vera yfir 300 metrar. Með fullkominni miðlun í Hvalvatni ætti að vera hægt að framleiða þar árlega a. m. k. álíka mikið rafmagn og við Andakílsá. Frá stöð við Andakílsá eða Botnsá mundu, auk Reykjavíkur, héruð þau vestan Hellisheiðar, er áður voru talin, geta fengið rafmagn sitt, en auk þess Borg- arnes og þeir hlutar Borgar- fjarðarsýslu og Mýrasýslu, sem best liggja fyrir samveitu. Mætti áætla íbúatölu þeirra hér- aða um 1500. Samkv. þessu mætti reikna með, að orkuveitur frá Anda- kílsá, eða Botnsá, gætu náð til ca. 11500 manns utan Reykjavík- ur. En framleiðslu í stöð mætti reikna um 19 miljónir lovst. Hér við bætist rafmagnsþörf Reykja- víkur (1935) með 20 milj. kwst., svo að samanlögð rafmagnsþörf Reykjavíkur og héraðanna, á þeim tíma, væri um 39 milj. kwst. Um nefndar veitur gildir eins og fyr, að framkvæmd þeirra niundi taka langan tíma. En sam- kvæmt áður áætlaðri orkuaukn- ing til Reykjavíkur mætti búast við að öll orkuþörfin yrði komin upp í ca. 46 miljón kwst. í kring um 1945, en það ætti að vera ná- lægt því, sem Elliðaárnar og Andakílsá (eða Botnsá) gætu framleitt. Nú verður að reikna með að fyrir þann tíma verði komin í framkvæmd orkuveita í sam- bandi við hitaveituna, ef að sú orkuveita verður framkvæmd á annað borð. En ef byggja þyrfti áfram á vatnsvirkjun, yrði að leita til nýrra staða. Væri þá sennilega hagkvæmt að virkja Botnsá (eða Andakílsá ef Botnsá væri virkjuð fyrst). Mætti þar sennilega fá til viðbótar ca. 40 milj. kwst. raf- magns árlega, en það ætti að endast lengur en vér enn höfum skilyrði til að gera nokkrar áætl- anir um. Þá er komið að aðalatriði þessa máls, en það er kostnaðurinn við nefndar virkjanir. 1 áðurnefndri áætlun um virkj- un Andakílsár, eru niðurstöðu- tölurnar þannig, miðað við upp- sett hestöfl í orkuveri: 1. virkjun 2400 hestöfl á 910000 kr. Verð hestafls 380 kr. 2. virkjun 3600 hestöfl á 1300000 kr. Verð hestafls 360 kr. 3. virkjun 8000 hestöfl á 2600000 kr. Verð hestafls 330 kr. 7

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.