Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 20
SAMTÍÐIN KAPPLEIKAR OG MET. Eftir ÓLAF SVEINSSON Framh. Það er venjulega þýðing’arlítið að segja við lífsglaðan og heil- brigðan ungling, sem sjaldan eða aldrei hefir kent sér meins, að hann eigi að iðka einhverja íþrótt reglulega sér til heilsubótar. Hvemig ætti honum að skiljast það svo ljóslega, að hann sæi nokkra nauðsyn á íþróttaæfing- unni, þegar markmiðinu er þegar náð án nokkurrar þjálfunar. ílann myndi ef til vill æfa sig reglulega, en honum myndi aldrei koma til hugar að leggja sig í líma til að ná neinni fullkomnun í íþróttinni. Fyrir þann, sem sjúk- ur er, er þetta markmið nægilega ákveðið til þess að hann iðki íþrótt þá, sem hann telur sér gagnlega, sér til gleði og ánægju. Að sumu leyti er það heþpi- legt, að verðandi íþróttamaður byrji kynni sín af íþróttunum á þann hátt, að hann öðlist mista heilsu gegnum iðkun þeirra, því við það fær hann dýpri skilning á gildi þeirra og tekur meira ást- fóstri við þær en ella. Eru ótal aæmi þess, að menn, sem notað hafa iðkun íþrótta sem lækning- araðferð við einhverjum líkams- kvilla, hafa þroskast svo fyrir rétta iðkun þeirra, að þeir hafa orðið heimsfrægir í þróttamenn. Má þar til nefna til dæmis spretthlauparann Paddock, sem ég hefi fyr minnst á. Hann var hálfmáttlaus í fótunum fram að 13 ára aldri. Sundmaður- inn Weissmuller, hnefaleika- A ð f e r ð. Rabarbarinn er fyrst þveginn og skorinn í bita og sykrið síðan hrært saman við hann í potti, sem er látinn vera við lítinn hita, þar til sykrið er bráðnað og rabarbarinn orðinn mjúkur. Þá er rabarbarinn tekinn og látinn í mót. Hveitið og smjör- 18 ið blandað saman og síðan er öllu hrært saman og mjólkinni bland- að saman við og hrært vel um leið. Eggjarauðurnar og 2 matskeiðum af sykri er þá hrært saman og helt yfir og loks eggja- hvítunum. — Bakist við meðal- hita. G. C—s.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.