Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 12
S AMTÍÐIN írsverksmiðjur, fagrir herragarð- ar og kirkjur. Við komum um kvöldið á á- fangastaðinn. Það er 20 mínútna gangur frá járnbrautarstöðinni að hermannaskálanum í Trossnás, þar sem við eigum að búa. Þetta er í júlíbyrjun, svo kvöldið er all- bjart. Við göngum stíg meðfram vatninu. Bjarkirnar standa í feg- ursta laufskrúða sínum úti við vatnið og spegla sig í því í kveld- kyrðinni. Á bak við sér í dimm- an og draugalegan barrslióginn. Dalalæðan svífur yfir sléttunum, læðist uppeftir vatninu og inn í dalínn. Nokkrir ungir og glaðir Vermlendingar fylgja hópnum upp að hermannaskálanum. Þeim líst sýnilega vel á þessar útlendu skólastúlkur, sem í hópnum eru. Þegar við höfum drukkið kakao og etið gróft hermannabrauð, leggjumst við til hvíldar. í mín- um svefnskála eru um 25 sænsk- ir og íslenskir skólapiltar, sem ég á að stjórna. Einn strákanna hrýtur hrottalega, svo allir vakna. Félagi hans tekur blikkdós með einhverju skröltandi dóti í og kastar í höfuðið á honum. Hann vaknar, snýr sér á hliðina og hættir að hrjóta. Eftir að hlátra- hviðan, sem atburður þessi vakti, er liðin hjá, dettur alt í dúnalogn og allir falla í fastasvefn. Morguninn eftir vekur lúður- sveinninn okkur kl. 6'/2. Allir þjóta á fætur, sumir fara niður að vatni og baða sig, aðrir þvo sér í þvottaherberginu. Þá er matast og síðan lagt af stað í ferðalag með bílum. Ferðinni er heitið til gamals herragarðs og námu. Márbacka (Lðvdala i Qðata Berlinga aaga) Selmaj LageHðft b«m Márbacka, heimili Selmu Lagerlöf — Skáldkonan stend- ur á tröppunum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.