Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 10
SAMTÍÐIN Eins og áður er getið, er áætl- un þessi gerð 1921 eða 22. Verð- lag var þá, svo sem kunnugt er, mjög hátt. Er því líklegt að kostnaðurinn við byggingu stöðv- arinnar yrði nú minni en áætlað var, jafnvel þó að nokkur verð- auki verði sökum! þess, að nú mundi þurfa að nota 60000 volta spennu í stað 20000, sem áætlað var. Er als ekki ólíklegt að kostnaðurinn kæmist niður und- ir 300 kr. hestafl mesta álags (reiknað með varavélum), eða jafnvel niður í sama verð og full- virkjun Ljósafoss. En saman- burður á hinum 3 stærðum í á- ætluninni sýnir, að fyrsta virkj- un er hlutfallslega ódýr. Senni- lega mundi 6000 kr. stöð (eins og fyrsta virkjun Ljósafoss) ekki kosta nema frá 2—2 */■> miljón kr. Háspennulínan frá orkuveri að spennistöð við Elliðaár mundi verða 67 km. á lengd (þar af tæpl. 3 km. neðansjávar yfir Hvalfjörð) eða um 22 km. lengri en línan frá Sogi. Ef miðað cr við sama einingarverð á km. og á línunni frá Ljósafossi, eins og rétt er, fyrir alt að 9000 kw. raun, yrði línan um 215000 kr. dýrari en frá Sogi. Auk þess kæmi ein- hver aukakostnaður vegna lagn- arinnar yfir Hvalfjörð. Aukalín- ur til Borgarness og Akraness yrðu aftur á móti mjög stuttar. Vitanleg'a þarf að samræma á- ætlun þá, sem þegar er gerð, við 8 núverandi verðlag, áður en dæmt verður til fullnustu um kostnað- inn við virkjunina, en þar sem grundvallarrannsóknir hafa þeg- ar verið gerðar, virðist óþarfi að láta það taka svo langan tíma, að framkvæmdir þess vegna þurfi að dragast úr hömlu. En virkjunina sjálfa ætti að mega framkvæma á einu (næsta) ári. Mundi það gera hvorutveggja, spara allmikið fé í vöxtum á meðan á byggingu stendur og bæta úr brýnni orkuþörf Rvíkur, einu til tveimur árum fyr en Sogsvirkj unin gæti gert. Botnsá mun enn ekki hafa ver- ið rannsökuð svo heitið geti, en tiltölulega fljótlegt ætti að vera að gera þær rannsóknir er sýndu hvort heppilegra væri að hefja virkjún við hana eða Andakílsá. Með framanrituðu hefi ég viljað færa rök að því, að svo framarlega, sem Reykjavík fær heitt vatn til upphitunar, þá er virkjun Sogsins ekki besta lausn rafmagnsmála hennar. Til þess að vera hagkvæm þarf Sogsvirkjunin að grundvallast á svo mikilli orkusölu, að þriðja virkjun hennar a. m. k. verði fljótlega nokkurnvegin fullnot- uð, en líkurnar til þess að svo verði, eru minni en litlar. Það helsta er gæti aukið orku- söluna, er það, ef hér risi upp stóriðnaður, sem notaði allmörg þús. kw. En ekki er byggjandi á honum fyr en einhver snefill af

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.