Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 24
 NÁTTÚRUPRÝÐI! i Nú er sumar. Hver og- einn, sem getur, reynir að nota sum- arið til þess að njóta útiverunn- ar í „guðsgrænni náttúrunni“ og sólarinnar, — þá sjaldan hún gægist fram á milli skýj- anna. Þetta er ágætt og nauð- synlegt. Ekki veitir af að safna bætiefnaforða fyrir langan og dimman veturinn. Það er yndislegt að koma út í sveit að sumarlagi í góðu veðri. Maður er svo frjáls og óháður undir berum himni. En eru þá engar skyldur, sem hvíla á herðum vegfarandans, þegar hann er úti á víðavangi ? Jú, vissulega. — Þegar við heimsækjum kunningja okkar eða komum á opinbera staði, finst okkur það skylda okkar að koma sómasamlega fram og óþrifa ekki meira út en nauðsyn krefur. En hvernig er það úti í náttúr- unni ? Á hverjum sunnudegi fara hóp- ar manna úr Reykjavík og annars- staðar frá út í sveit, til þess að skemta sér og njóta sumarblíð- 22 unnar. Við skulum hugsa okkur eftirfarandi atburðakeðju, sem eldvi er óvenjuleg: Fólkið fer af stað með fulla tösku vista- Smurt brauð, ávaxtadósir, banana, öl, vindlinga o. fl. Það ekur langt frá bænum, finnur fallega laut eða skógarrunna, sest þar niður og matast. Þegar farið er að taka saman pjönkumar og halda heim, þykir óþarfi að taka allar umbúðirnar með. Það fleygir bréfunum, blikkdósunum upp- rifnu, bananahýðinu og vindlinga- umbúðunum. Flöskunum er stilt upp á stein og þær grýttar og flöskubrotin fljúga í allar áttir. »Nú höldum við heim . . .«

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.