Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 26
S AMTÍÐIN ÞRÁTT FYRIR KREPPUNA EFTIR SIGRID BOO f AXEL ðUDMUNDSSON [SLENSKAÐI „Hafðu >að!“ tautaði Axel. Loksins fékk Einar að halda áfram. „Systir mín hefir mist atvinn- una hjá Shipping & Co sökum þess, að þeir eru að minka við sig“, sagði ég. Hún er með öði- um orðum fórnarlamb kreppunn- ar. „Tjah, hver er ekki fórnar- lamb kreppunnar“, sagði Sage- dahl. „Er hún dugleg að hrað- rita?“ spurði hann svo. „Skrif- stofustúlkan mín ætlar að fara að gifta sig, svo að ég verð að út- vega mér aðra, og ég gæti þá sparað mér auglýsinguna — hún kostar einar fjórar krónur — og þér vitið, að á svona tímum —“ Mér fanst ég mega til að grípa fram í fyrir Einari, og láta í ljósi hrifningu mína. „Altaf eru þeir sjálfum sér líkir, þessir bölvaðir burgeisar“, sagði Axel. „Ég get ekki séð, að það sé neinn galli á manninum, þó að hann sé sparsamur“, sagði mamma. „Eða finst þér það, pabbi?“ Við stundum hátt og gremju- lega. Skyldum við aldrei geta vanið hana af því að kalla mann- inn sinn pabba? Pabbi, sem vel hefði getað sett 24 met í að vera utan við sig, var með hugann langt burtu, og svar- aði út í hött: „Nei, ónei, því ætli það sé“. „Það er tvent ólíkt að vera sparsamur og vera grútur“, sagði Axel. „Mér er sem ég sjái þessa dýru auglýsingu hans: „Dugl. hraðrt.st. g. f. atv.“. Það verður einskonar gáfnapróf um leið, svo að þvi leyti slær hann tvær flug- ur í einu höggi. Einhverjum dett- ur kanske í hug að lesa úr því á þessa leið: „Dugleg hraðritun- arstúlka getur fengið atvinnu“. „Asni!“ „Höf ðingj asleik j a! “ Pétur hvíslaði einhverju að Tullu, og hún endurtók með sinni skræku bamsrödd: „Hálfviti!“ Pétur var rekinn frá borðinu. Ef hann hefði sagt þetta sjálfur, hefði hann kanske sloppið refs- ingarlaust, en hitt varð ekki þol- að, að hann kæmi litlu, saklausu systur sinni til að segja það. Randi byrjaði þar sem fyr var frá horfið. „Sagedahl — er það ekki hann, sem er í firmanu Sagedahl & Hartvig?“ Einar kinkaði kolli. „Þeir eru mágar. Sagedahl er kvæntur systur Hartvigs“. „Ó, Hartvig er svo myndar- legur!“ sagði Sólveig eins og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.