Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 17
S AMTÍÐIN
mentaverðlaunin í fyrra, en þau
verðlaun þykja hið mesta keppi-
kefli í Frakklandi, og þeir, sem
þau hreppa, standa næst Nóbels-
verðlaunaskáldunum í áliti. Sag-
an gerist í Le Havre, hafnarborg
við ósa Signu, þar sem stórskipa-
línurnar hafa bækistöðvar sínar
og þar sem birgðaskemmur og
skipasmíðastöðvar setja svip sinn
á umhverfið. Sögupersónurnar
eru líka skipamiðlarar, stóreigna-
menn og skipstjórar og þeirra
skyldulið. Aðallega beinist at-
hygli lesarans að Maximilien,
syni ágætismannsins Frédérie
Jobourg, sem alment var minst í
Le Havre, sem velgerðannanns
borgarinnar. Hann hafði byrjað
starfsferil sinn sem lyklasmiður,
en varð á endanum forstjóri og
aðaleigandi stærstu vélsmiðju
borgarinnar, og á henni græddi
hann of fjár, sem að honurri látn-
um skiftist á milli ekkju hans,
Virginie, og sona hans, Rodolphc
og Maximilien. Rodolphe tók við
vélsmiðjunni, en svo er á sögunni
að skilja sem stjórn hennar
gangi meira og meira úr höndurn
ættarinnai' og yfir til iðjuhölda,
sem lána fyrirtækinu peninga.
Maximilien vill hvergi koma
nærri neinum iðnrekstri. Æsku
sinni eyðir hann í ferðalög, skemt-
anir og- iðjuleysi, sem hann gerir
sér þó léttbærara með lestri alls-
konar bóka. Ekkert starf, engin
lærdómsgrein laðar hug hans.
Helst hneigist hann að bókmenta-
grúski, heimspeki og skáldskap.
Án þess þó að setja sér með því
nokkurt takmark. Annarsvegar
er hann þóttafullur sjálfbirging-
ur, stoltur af nafninu, sem hann
ber, auð sínum og áhrifum, en á
hinn bóginn ístöðulítill, hvai’fl-
andi di’aumóramaður, sem þykist
alt skilja miklu betur en aðrir,
en fer þó jafnan á snið við veru-
leikann og skilur ekki nema und-
an og ofan af því, er hann sér og
heyrir, eins og maður, sem geng-
ur í svefni. Kemur þá ekki á ó-
vai't, að maður sem hann skyldi
heillast af stúlku, er hann kynt-
ist af tilviljun á ferðalagi í Bre-
tagne, og giftast henni, þi’átt
fyrir það, að hún væi'i hvoi’ki til-
takanlega fögur né gáfuð, hvorki
rík né af góðum ættum. En
Maximilien fer sínu fram, hann
er sauður þrár, og skeytir því
engu, þótt móðir hans hafi hina
megnustu fyrirlitningu á þessu
tiltæki hans. Annars er Mai’ie
Jeanne mörgum kostmxi búin og
hin besta manneskja, gagnólík
hinni hrokafullu og grimmúðugu
Virginie, „úlfynjunni“, sem á
lævíslegan hátt tekur liöndum
sanxan við óvini sonar síns í því
skyni að kúga hann til hlýðni
við sig, en fær ekki öðru áoi’kað
en að leiða sundrung og óhaixx-
ingju yfir heimili hans.
Hér tjáir ekki að rekja efni
sögunnai’, en því má bæta við,
að hún er ákaflega áhi’ifamikil á
köflum, viðburðarík og skemti-
15