Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 28
SAMTIÐIN til alvarlegra hugleiðinga. Þenn- an dag hljóðaði véfréttin á þessa leið: „Auðugur er sá, sem kann að gæta þess, sem hann hefir“. Goethe. Ég sat að minsta kosti tvær mínútur á rúmstokknum og braut heilann um það, hvemig ég gæti ávaxtað fimtíu og sex aura og þrjá strætisvagnamiða, svo að ég yrði auðug, og setti að lokum alt mitt traust á happdrættis- seðilinn. Við morgunverðarborðið komst ég að raun um, að allir gjörðu það sama. Randi og Axel voru strax farin að rífast um það, hvernig best væri að ávaxta féð. Axel hafði heyrt um einhver hlutabréf, sem fullyrt væri að hækka mundu í verði. Niðri á ganginum stóð frú Hansen á morgunkjólnum og fægði nafnskjöldinn. Frú Hansen var barnlaus og vann heimilis- verkin sjálf, svo að ef hana lang- aði til að fá einhvern til að tala við, varð hún annað hvort að fægja látúnsskjöldinn á útidyra- hurðinni, eða viðra rúmfötin úti á eldhússvölunum. Það bar altaf tilætlaðan árangur. „Það er meiri blíðan í dag, fröken Lísa“, hóf hún máls. „Fólk má bráðum fara að hugsa fyrir sumarfötunum. Já, sá sem ynni nú í happdrættinu! Það er altaf einhver von á meðan lífið treinist". Varðstjórinn, sem var að mála I stigauppganginn, lagði nú orð í belg. — „Ég ætti svosem að vita það“, sagði hann íbygginn. „Ég þekki mann, sem átti frænku, sem vann fimm þúsund núna í október — nei, nú er ég að skrökva — í nóvember var það. Já, það var áreiðanlega í nóvem- ber, því að það var sama mán- uðinn sem---------“ Ég eftirlét frú Hansen að hugsa um ástæðuna fyrir því, að þetta skeði í nóvember og ekki í október. 1 strætisvagninum sat ég á milli tveggja manna, sem þóttust hafa fulla vissu fyrir því, hvaða happdrættisnúmer mundu vinna. Þegar ég kom inn á skrifstof- una, stóð fröken Syversen við þvottaskálina, og eftir sápulöðr- inu að dæma, var það engin smá- ræðis hreingerning, sem stóð fyrii' dyrum. Syversen notaði altaf tímann milli 9 og 10 til eigir. þarfa, því að þá sat hús- bóndinn að dögurði. Við fröken Syversen höfum sinn húsbóndann hvor, hún er hjá Hartvig og unir hag sínum hið besta, en ég vinn undir stjórn Sagedahls og líður eftir því. Á skrifstofunni er almanak, sem einnig er undir minni um- sjón. í annað sinn reif ég 9. mars af, og vafði hann saman í kúlu. „Ef það kæmi fyrir, að þér gleymduð að rífa af almanakinu“, sagði fröken Syversen og lék 26

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.