Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 15
S AMTÍÐIN m ar, þessa fagra, lífsglaða, gáfaða en stefnulausa Vermlendings. verða ljóslifandi fyrir m'anni. Við ökum niður með Fryken. Við komum á herragarðinn, þar sem Gösta Berling tók greifa- frúna, sem ekki vildi sýna honum nein ástaratlot á dansleiknum, spenti hest sinn fyrir sleðann og ók út á ísinn út í náttmyrkr- ið með hana. Ilinumegin vatnsins gægist Ekeby, herragarður Kaval- jeranna út úr skógarjaðrinum. Öll sagan verður veruleiki fyrir manni. Ferðin gengur hægt, við nem- um oft staðar til þess að litast um. Það suðar í skóginum, hægur þytur bylgjar kornið á ökrunum, bjölluhljómurinn berst frá skóg- inum, þar sem búsmalinn er á beit. Fryken er himinblár og hér og hvar glampar á hvíta veggi herragarðanna á milli trjánna. Þetta er eins og í sögu. — Það er sannarlega æfintýrablær yfir Vermalandi. Já, lesum Gösta Berlings sögu, ferðumst um Vermaland á sól- björtum sumardegi eða fögrum vetrardegi, þegar hrímfrostið glitrar á grænum greinunum, njótum gestrisninnar á verm- lenskum herragarði og tölum við skálddrotninguna í ríki sínu! Ef við gerum þetta, eigum við marg- ar fagrar minningar, sem aldrei munu úr minni líða Gamall vermlenskur herragarður. — Fæðingarstaður Gejers. 13

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.