Samtíðin - 01.10.1934, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.10.1934, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN GULLFÉLAGIÐ Eg steinhætti þessu andskot- ans pikki, sagði ég við sjálfan mig, og stóð upp frá ritvélinni. Klukkan var að verða 9 og mér i'anst vinnudagurinn orðinn nógu langur, — eða réttara sagt —- fingrunum á mér fanst það. Nú ætlaði ég að gefa líkama og sál h\úld frá dagsstritinu. Handritið skildi fá að taka á sig náðir til morguns. Fallnir víxlar skyldu fá að liggja í valnum og bíða vafa- samrar upprisu, óáreittir af hug- skeytum frá mér. Og himintungl- in skyldu fá að ganga sinn gang án minnar ihlutunar. Nú var sú hráða stund komin, að ég mátti njóta næðis og hvíldar og ........ Það var barið að dyrum harka- iega og hurðinni hnindið upp, áður en mér vanst tími til að út- varpa venjulegu inngönguboði. ■Gott kvöld. Sæll og blessaður! Gott. kvöld, svaraði ég, dálítið olundarlega. Mikið var ég heppinn að hitta Mg heima. Eg þarf mikið við þig að tala. Má ég tylla mér hérna? Gerðu svo vel. dæja, heillakall, nú verður þú að Eftir PJETUR GEORG láta hendur standa fram úr erm- um, og skrifa fyrir mig heilmikið mál í kvöld, — eða öllu heldur í nótt. Nú, hvað stendur nú til ? En gullið! Gullið! Hvaða gull er nú það? Hvaða gull? Hefirðu ekki lesið Vísi ? Nei, ekki í dag. Nú var ég nærri búinn að gleyma þeirri kurteysisskyldu, að kynna gestinn fyrir ykkur, lesend- ur góðir. Þetta var enginn annar en Doddi Sæland. Það er víst nóg að nefna nafnið, — þið kannist öll við Dodda. Nú, jæja, ekki það! — Þá verð ég víst að lýsa manninum nánar, þeim til leiðbeiningar, sem ekki þekkja hann. Það tekur eklci langan tíma. Doddi er nútímamaður í þess orðs fylsta skilningi, og er þó af léttasta skeiði. Hann er framfara- trygt getur friðinn í álfunni, er að jafnvægi komist á á milli þjóðanna. Því má ekki gleyma, að Evrópuríkin eru ennþá betur bú- in vopnum nú, en þau voru 1914, og það eina, sem trygt getur friðinn og afstýrt nýjum heims- ófi-iði, er samvinna á milli Lond- on og Rómaborgar. Gl. R. þýddi. 7

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.