Samtíðin - 01.10.1934, Síða 13

Samtíðin - 01.10.1934, Síða 13
S AMTÍÐIN handrit. Þetta verður að ritvélast hvoi't sem er. Og- það er ekki eins og' ég' sé að eiga við einhvern viðvaning, þar sem þú ert. Þér verður ekki skuldaskot úr því að skrifa þetta. Þetta kemur ekki til mála, Doddi. Ekki veit ég hverskonar félag þetta á að vera. Hlutafélag, samvinnufélag', eða hvað? Auðvitað hlutafélag. Og hvað á höfuðstóllinn að vera mikill ? Við skulum nú sjá. — Já, ÍO þÚEund, — ætli það veiti af því? Er það ekki nokkuð lág upp- hæð? Jú, það getur annars vel veriö. Við skulum segja 100 þúsund. lá, við skulum segja það. En geturðu hugsað þér að fá svo mikið fé, nema að fara til kapítalistanna ? Væri ekki eins gott að það væri samvinnufélag með lágum hlutum, t. d. 10 krón- um. Þá gætu jafnvel öreigarnir verið með? Jú, það segir þú satt. Við skul- um hafa það samvinnufélag. Og höfuðstólinn óákveðinn? Já, alveg rétt, höfuðstólinn óá- kveðinn. Það er ekki svo gott að segja nákvæmlega fyrirfram hvað svona rekstur útheimtir mikið fé. Það getur iíka verið varasamt að hafa höfuðstólinn of háan. Þeir hafa brent sig á því í Ameríku. Ég talaði við mann fyr- ir vestan, sem sjálfut hafði lent í því. Þeir stofnuðu námufélag með 100 þúsund dollara höfuð- stól. En svo kom á daginn, að þeir höfðu ekki brúk fyriv meira en helminginn. Well! Þeir urðu að gera svo vel og borga háan reksturshagnað af 100 þúsund dollurum, þó ekki væri notað nema 50 þúsund, og félagið á hausinn í hvelli. — Nei, ég ætla ekki að brenna mig- á því svell- inu. En seg'ðu mér nú eitt, Doddi, þú sem ert jafnaðarmaður. Væri ekki tilvalið að þjóðnýta þessa námu ? Þjóðnýta, ha? Já, við getum at- hugað það. — Þjóðnýta, — já, en hvernig spyrðu maður? Er það ekki einmitt það sem ég er að gera með því að hafa hlutina svona lága? Tíu króna hlutir! Þarna geta bókstaflega allir ver- ið með. Er hægt að hugsa sér þjóðnýtingu fullkomnari en þetta? Það mun satt viera. Þetta er líklega betra en ríkisrekstur. Já, mikil ósköp. Ríkisrekstur — ég hefi einmitt hugsað lengi um hann í þessu sambandi. En ég hefi komist að þeirri niðurstöðu, að hann sé ekki heppilegur í þessu falli. Hvaða vit ætli þeir hafi á gullgrefti, þarna í stjórn- arráðinu? Þeir ættu þá að hafa vit á að taka upp mó. Og það er þó skrambans mikill munur á mó og gulli. Ég skal segja þér það svona undir fjögur augu — án þess að ég sé að hæla sjálfum mér — að ég er ekki alveg viss 11

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.