Samtíðin - 01.05.1940, Side 10

Samtíðin - 01.05.1940, Side 10
6 SAMTÍÐIN ur, og síÖan hefur liún veriö sýnd þriðja livert ár við ág'æta aðsókn. Nýja Bíó á eitt eintak af þessari mynd,- og vona óg, að hún verði sýnd nokkrum sinnum enn. Aðrar myndir, sem vinsælastar hafa orðið hér, eru Sigrún á Sunnuhvoli og myndir þær, sem teknar voru í Sví- þjóð eftir sögum Selmu Lagerlöf, á I)lómatima sænsku kvikmyndanna. Auk þess höfum við sýnt margar þýskar myndir, sem orðið hafa geysivinsælar. En annars eru frakk- neskar kvikmyndir taldar hafa mest listargildi, enda taka Frakkar ein- ungis fullkomnustu myndir. En slík- ar kvikmyndir öðlast tæplega sér- lega almennar vinsældir. — Hvenær komu talmyndir til sögunnar? — Þær voru fyrst sýndar í Amer- iku árið 1928, og hingað var þessi merkilega nýjung komin tveim ár- um seinna, eða haustið 1930. Höfðu talmyndirnar ekki mik- inn kostnað i för með sér? — Jú. Við höfðum um tvenl að velja: Að kaupa fremur léleg sýn- ingartæki, sem hætt var við, að úr- cltust. Þau kostuðu frá 12—40 þús. krónur. Við vildum alls ekki fá hingað annað en fullkomnustu tæki, sem völ væri á. En þau fengust ekki keypt! Við leigðum þau þess vegna af félaginu Western Electric Company, til 10 ára, og er sá leigu- tími útrunninn i sumar. — Hve há er leigan uní 10 ára skeið? - Rúmlega 100 þús. kr. Það er að vísu mjög há leiga, en eins og ég sagði áðan, vildum við ekki, gesta okkar vegna, kaupa léleg tæki, og sá mikli kostur fylgir leigumálanum við Western Electric, að félagið lieí’- ur hér mann til vikulegs eftirlits og sendir hingað auk þess sérfræðinga sína tvisvar á ári lil frekara eftir- lits. Ætlið þið að endurnýja leigu- samnínginn i sumar? Okkur dettur vitanlega ekki i hug að hjóða fólki framvegis upp á lélegri sýningar en áður hafa tíðk- ast hér og munum því endurnýja samninginn. Slíkt hefur að vísu nokkurn nýjan kostnað i för með sér vegna endurhóta, sem gerðar hafa verið á tækjunum á síðustu ár- um, og fæsl leigusamningurinn ekki endurnýjaður, nema þær endurbæt- ur séu teknar hér upp. — Hvaðan fáið þið kvikmyndirn- ar, og hve há er leigan af þeim? Eingöngu frá Danmörku. Am- erísk kvikmyndáfélög hafa skrif- stofur i Khöfn, og fáum við ])aðan hverja þá kvikmvnd, sem við ósk- um eftir, en heint frá Ameríku fást mvndirnar ckki leigðar. Leigan af myndunum er vfirleitt 30% af brúttótekjum sýninganna. Á Nýja Bió aðgang að öllum þeim kvikmyndafélögum, sem leigja myndir til Norðurlanda? — Svo er ekki, því að Nýja og Gamla Bíó hafa hvort um sig á- kveðin samhönd. Nýja Bíó fær myndir frá amerísku félögunum United Artists, 20th Century Fo.r, First ATational Warner Brothers, Universal og Columbia. En auk þess fáum við myndir frá Folorama, Dansk-Svenslc, Tealrenes Filmkon-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.