Samtíðin - 01.05.1940, Síða 13

Samtíðin - 01.05.1940, Síða 13
SAMTIÐIN 9 Þór Sandholt: Skipulag bæja 0 RÖIN „skipu- lag bæja“ eru í ráuninni ekki réttnefni á þvi, sem átt er við með þeim; orðið „skipulag“ væri eiginlega hent- ugra einsamalt, ef það væri ekki svo algengl i ýmsum öðrum merk- ingum. Sennilega mætti nota sam- nefnið „bygðarskipulag“ (sbr. þjóð- skipulag), því að skipulaginu er vitanlega ætlað að ná jafnt til sveit- anna sem bæja og þorpa. Það hefur verið stungið upp á orðinu „geoproscopv“ (stytting ur „geoproscopology") sem einyrði fyr- ir öll þau störf og fræði, sem lúta að skipulagi, eins og' hér um ræð- ir, og þýði nú málfræðingar vorir. Skipulag (bæja) í sínum einföld- ustu myndum er afar gamalt, enda kemur fram eittlivert skipulag strax og reist eru varanlég mannvirki, eilt eða fleiri saman. Og þó að ýmsar borgir væru á fyrri öldum skipu- lagðar svo fagurlega, að lil fyrir- inyndar væri, þá er það þó fvrst á síðustu áratugum, að skipulag verð- ur að stórfeldri vísindagrein. Nú eru fleslar þjóðir að vakna til meðvitundar um, að þær liafa látið bæi og þorp spretta upp út um alt, án þess að nokkuð hafi ver- ið revnt að stjórna vexti þeirra eða fyrirkomulagi. Götur eru víða ó- reglulegar og svo þröngar, að þar sér aldrei lil sólar; öllu ægir sam- an, vinnustöðvum, gripahúsum, i- búðarhúsum og sorphaugum, og opinberar byggingar standa jafnvel á innibyrgðum lóðum, eða þá að al- menningssalernum hefur verið dembt við aðal-inngöngudyr þeirra. Hagnýting nytjalanda, samgöngur á landi, legi og' i lofti og varðveisla merkilegra staða eru atriði, sem mjög snerta skipulagsmál, en þau hafa einnig á margan hátt verið vanrækt. Skipulagið miðar að þvi, að öllu þessu sé fyrir komið þannig, að lieildin beri ótvírætt vitni um feg- Lirð, heilbrigði og hentisemi, og á það jafnt við þjóðlegu heildina sem einstaka liíuta liennar. Það stefnir áð þvi, að tryggja í hvivetna sem hagkvæmust not alls hygðs og' ó- bygðs landrýmis, svo að siglt verði bjá, svo sem auðið er, allri óþarfa- evðslu verðmæta, erfiðleikum og töfum, sem ætið eiga sér stað þar, sem all er látið reka á reiðanum og þar, sem hver og einn hugsar aðeins um eigin stundarhagsmuni, en enginn um heildarheill. Til þess að vænta megi góðs ár- angurs af starfi þcirra, er við skipu- lagsmál fást, þarf skilningur al- mennings á málinu að aukast enn að mun. Yngri kynslóðin verður að læra að skilja nauðsyn þess, svo að hún geti haldið starfinu áfram. Samtíðin á að greiðast fyrirfram. Gerið oss þann greiða að senda árgjald yðar fyrir 1940 (5 krónur) nú þegar. Pósthólf 75, Reykjavík. Þór Sandholt

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.