Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN niður eftir andliti þeirra og brjósti, flestir með ineitil og hamar i liönd- um, nokkrir með rekur. Ekki var liærra undir loft þar inni en svo, að þeir urðu ýmist að sitja á liækj- um sinum eða liggja á knjám við vinnu sína. Kolaæðin (tlie coal seam), sem þarna var unnin, hef- ur liklega ekki verið fullur metri á þykkt (liæð), en breiddin allmikil. Staðnæmdist nú hópurinn um stund bjá námumönnunum og Iiorfði á vinnu-aðferðir þeirra, hvernig þeir beittu hömrum sínum og meitlum, rafmagnsborum og rek- um og mólu gullið — til yndis og auðs þeim, sem ofar bjuggu og nutu lifgeisla sólarinnar og hins hreina lofts daga og nætur. Lausu kolunum var mokað viðstöðulaust upp á gevsilanga leðurreim, sem spent var um hjól, er knúin voru rafmagni, og snerust hjólin án afláts og reimin með og skilaði kolunum um leið fram úr þrengslu göngunum niður í vagna, sem tóku þar við þeim, og runnu þeir eftir spori. Voru hestar notaðir til að draga vagnana að námuopinu og flytja þá til baka þangað, sem göngin tóku að lækka. Við námuopið tekur lyfta við kol- unum, og flytur hún 4 tonn í einu og getur, þegar vel gengur, skilað 1200 tonnum af kolum upp á yfir- borð jarðar á einum sólarhring. Þar taka járnbrautirnar við þeim og flytja þau til næstu bafnarborga, en þaðan dreifast þau út um öll heimsins höf og lönd. EG ER Á LEIÐ til heimsborg- arinnar London. í glöðum hópi góðra vina. Sumir þeirra eru félag- arnir frá förinni um námugöngin. Eimlestin brunar áfram yfir lága ása og ölduslakka. Bylgjandi korn- akrar og skógarlundar skiftast ó á báðar hendur, og vinaleg býli og friðsöm risa upp úr hafbreiðu korn- stanganna með litlu millibili. Vér ferðafélagarnir ræðum um fegurð landsins og unað sumarblíðunnar og vald tækninnar, sem skilar oss eftir skamma stund og án alls erfið- is frá vorri hendi inn í hringiðu stórborgarinnar, þar sem bæstur þroski og dýpsta spilling þrífast hvort við annars blið. En ég fæ ekki varist einni liugs- un, einni sýn, sem mólast befir í huga minn. Hún stjakar jafnvel til bliðar þeim myndum, sem fvrir augun ber, um leið og lestin þýtur yfir landið. Það eru námumennirn- ir sveitlu og svörtu, sem með þvkku gúmmíbarðana framan á linjánum meitla og moka, moka og meitla illhart kolabergið nætur og daga. Mennirnir með súrefnis-kútinn á bakinu og blý-ljóskerið í hendinni, hinir síhóstandi, vofumlíku verka- menn, sem ýmist skríðandi á hnján- um eða sitjandi á hækjum sinum vinna alla sex daga vikunnar fyrir þrem pundum og tíu shillingum, auk ókeypis kola til eigin heimilisþarfa. Mér verður bugsað til mannanna nieð meitilinn og Ijóskerið, þúsund- ir feta undir fótum vorum, mann- anna, sem skapa lífsþægindi vor, en vinna sjálfir bognu baki í ban- vænu lofti, meðan orka léyfir.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.