Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 við námuna, gerðist leiðsögumaður vor, gegn vissu gjaldi. Án Ieiðsögu kunnugs manns mundi enginn fara um þau völundargöng. Og áttaviti mundi ekki koma þar að haldi. Námuopið er ekki vitt, og verður maður þess lítt var, því að lvftivél fyllir úl í það, og gengur hún fvrir rafmagni. Sérstök lyfta er fyrir verkamenn og aðra, sem niður í námuna fara, og önnur, sem flytur kolin ujjp á vfirhorð jarðar. Vér fórum i tveim ferðum niður, 10 manns í lyftunni í hvort sinn. A veggjum lyftunnar innanverðum er handrið úr járni, og var oss sagt að halda oss í það. Það revndist heldur ekki að ástæðulausu, því að ]>egar lyftan var sett i gang, fór hún með þvílíkum ofsahraða nið- ur í kolsvört undirdjúpin, að mönn- um gafst tæjilega ráðrúm til að hugsa hvort heldur hún væri að hrajia, án allrar mannlegrar stjórn- ar, eða hvort viljandi væri jafnvel stefnt niður til myrkrahöfðingjans. Menn stóðu á öndinni, en lifur og lungu virtust úr lagi gengin og kom- in upp í háls, og nevttu menn ekki i'óms síns nema fyrst í slað, en gripu því fastar til þess, er hendi var næst. Sýhdi hægri handleggur minn glögg merki þess, þá og næstu daga á eftir, að grijiið hafði verið í hann, *?n það gleymdist hrátt og fyrirgafst, kanske ekki síst fyrir það, að tvær frændsystur vorar frá Finnlandi og Svíþjóð áttu í ldul. Fyr en varði stóð lyftan kyr, og vér vorum þegar stödd í uppljóm- uðum hvelfingum 440 metra undir vlirborði jarðar. Á hálfri annari mínútu fer lvftan þessa leið tvisvar sinnum fram og til baka, og gela menn af því séð, með hvilikum hraða hún fer. í kringum námuopið niðri eru all- mikil salakynni. Er þar hjart vel, hlýtt og sæmilega loftgott. Engin - eru þó manna-híbýli þar, en annað gal þar að líla. Á þurrum hásum og breiðum stóðu feitir, gljákemhd- ir hestar við stall og gæddu sér á lieyi og höfrum. Allir voru þeir smá- vaxnir, eins og íslenskir hestar eru, en leiðsögumaður vor sagði mér, að þeir væru rússneskir og kanadiskir. Þegar allir voru komnir niður, var lagt al' stað út í mjó, dinnn og lág göng. Leiðusögumaðurinn gekk fremstur og síðan tveir og tveir sam- an á eftir honum, hver með sitt ljós- ker í hendi. Lágu nú göngin niður í móti um tíma, eða sem nam 50 nietra halla. Eftir það voru þau hallalaus að mestu, en smálækkuðu eftir því, sem lengra dró frá námu- opinu. Ótal hliðargangar lágu út frjji aðalrennunni, jafnt á háðar hendur. Loftið var þungt og fremur hrá- slagalegt, því að víða kemur fram vatn í göngunum. Eftir þriggja stundarfjórðunga gang, tóku högg og dynkir að hevrast, og daufrar ljósglætu varð vart. Annars var raf- ljós á stöku stað i göngunum. Vér vorum þegar að nálgast hotn nám- unnar, sjálfan staðinn, þar sem svartagull undirdjújianna er höggv- ið og grafið upp nótt og nýtan dag. Þarna var flokkur manna að verki, sinaberir, þreytulegir verkamenn, svartir af kolryki, nema þar sem svitinn myndaði eins konar strik

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.