Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
11
Því næst reis hann upp við olnboga
og livíslaði:
— Ég hef fengið hana. Ég er viss
uni, að ég hef fengið haina.
— Fengið hverja? spurði Karl.
— Þessa veiki, sein þulurinn er
að segja frá. Það er áreiðanlegt, að
ég hef fengið hana. Barnið hefur
haft hana og sýkt mig. Ég hef aldr-
ei verið bólusettur við þessari veiki.
Það er þessi sótt, sem ég var að
veikjast af rétt áðan. Öll börnin í
skólanum eru orðin sýkt. Barnið
hefur smitað mig. Ég sagði þér, að
þetta harn nnmdi aldrei verða okk-
ur til góðs.
— Þú liefur ekki smitast af neinni
veiki. Nú ertu aftur orðinu dauð-
skelkaður.
— Jú, ég hef smitast af barninu,
sagði Maxsie og sal við sinn keip.
Og þú verður eilthvað að gera.
Þetta er banvæn sótt. Hún getnr
drepið mig, Karl. Þú verður að ná
i lækni.
Karl stóð upp og leit á Maxsie.
Þú ert kjarktaus ræfill, mælti
hann. — Ef til vitl hefurðu sýkst
af þessari veiki, eða þú hefur ekki
sýkst af henni! Ég get fallist á, að
eilthvað gangi að þér. En ég fer
ekki að sækja lælcni til þín, né neinn
annan mann. Heldurðu, að ég sé.ein-
liver fábjáni? Ekki l'æri ég að fremja
sjálfsmorð, þó að ég vissi, að þú
værir með holdsveiki. — Þér hatn-
ar!
Hann gekk fram að dvrunum.
Maxsie settist upp i rúminu.
Þú verður að sækja lækni,
sagði hann hranalega. — Ég er viss
um,að annars dev ég úr þessari pest.
Sérðu ekki, að ég er fárveikur?
Taktu nú eftir því, sem ég er að
segja: Ég veit, livað þú ert að hugsa
um. Þú ert að hugsa um að strjúka
frá mér! En þú getur ekki verið
þektur fvrir það, Karl!
Karl opnaði dyrnar og labbaði
út úr herberginu.
MAXSIE SAT KYR og hlustaði.
Hann heyrði, að Ivarl var á
gangi frammi i stofunni. Iionum
varð liugsað til sjóðsins á borðinu.
Hann stakk hendinni undir kodd-
ann og þreif skammbyssuna. Því
næst studdi hann sig við höfðagafl-
inn, þokaði sér fram úr rúminu og
staulaðist með veikum burðum fram
að dyruuum. Hann greip í liand-
fangið á hurðinni og sneri því of-
urhægt og gætilega. Síðan opnaði
hann hurðina lítið eitt. Gegnnm
dyragættina sá hann, hvar Ivarl var
að safna ýmsu samau og láta það
í lösku. Hann opnaði hurðina örlitið
betur og stakk byssunni fram í gætt-
ina. Hönd lians var óstvrk.
Ivarl liélt ekki kyrru fvrir, svo að
Maxsie fór sér að engu óðslega.
Vegna þess, hve óstyrkur hann var
í hendinni, taldi liann öruggast að
biða, þar til Karl væri kominn al-
veg að honum. Það dróst heldur
ekki lengi, að Ivarl nálgaðist, þvi
að liann kom von bráðar æðandi,
í áttina til dvranna, að borðinu, þar
sem peningarnir lágu.
Maxsie lét skotið ríða af, en um
leið og Karl steyptist dauður á gólf-
ið, féll hyssan úr hendi lians.
Hann fann til ógurlegra kvala í
maganum, riðaði fram og aftur um