Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
ur í rikjunum, sem eru fúsir lil að
kaupá þá af mér. Þeir vita, að pen-
ingarnir eru í fullu gildi. Eftir
nokkrar vikur fara blöðin að þvæla
um þetta og engu ber heim um neitt.
Þess vegna förum við liéðan aust-
ur á bóginn, losum okkur við þessa
peninga, og alt mun ganga að ósk-
um. Vertu nú ekki að barma þér
yfir þessu lengur.
I / ARL STÓÐ UPP frá borðinu
og geltk út, en Maxsie sal eft-
ir, grafkyr. Alt í einu fann hann,
að hann var að verða fárveikur.
Hann stóð því upp frá borðinu, reik-
aði inn i svefnberbergið og fleygði
sér upp i rúmið sitt. En þá leið
honum enn ver, svo að hann reis
upp aftur, settist á rúmstokkinn og
livrgði andlitið í liöndum sér.
Skyndilega fékk liann óþolandi
magaverki. Hann stóð því upp, gekk
út að glugganum, sem var opinn,
og settist þar.
Svalt útiloftið hresti hann. Hann
sat með hendurnar í gluggakistunni
og horfði út. En alt i einu varð
honum kalt. Hann þreifaði á enni
sér. Það var rakt. Síðan lokaði hann
glugganum og skreiddist aftur upp
i rúmið.
Þegar hann var lagstur fyrir, fékk
liann liræðilega magaverki á ný.
Ýmist fanst honum hann vera sjóð-
héitur eða ískaldur. Hann fór að
hríðskjálfa og veitti því atliygli, að
liendur hans voru rakar og titrandi.
Hann tók nú það ráð, að fara úr
fötunum og hátta. Ósjálfrátt og af
gömlum vana stakk hann skamm-
byssunni sinni undir koddann.
Allan daginn lá hann þarna, ým-
ist heitur eða kaldur. Hann var með
sífeldan skjálfta og honum leið af-
ar illa. Ivarl skipti sér ekki minstu
vitund af honum. Hann lá þvi
þarna aleinn og gersamlega um-
lurðulaus.
UM KVÖLDIÐ kom Karl inn i
svefnherbergið.
— Þú ert áreiðanlega veikur,
mælti hann.
Hann settist á rúmstokkinn, horfði
á Maxsie og sá, hve heitur og rjóð-
ur hann var. Síðan fór hann fram,
sótti svaladrykk og rétti Maxsie.
— Heldurðu, að þetla slafi af ein-
bverju, sem þú befur étið? spurði
hann. Því næst kveikti hann á út-
varpstækinu, en kom að því loknu
aftur og settist hjá sjúklingnum.
Hann Ieit á úrið sitt.
Eg ætla að taka aðra stöð, sem
flytur okkur nýjustu fréttirnar,
mælti hann.
— Já, gerðu það, svaraði Maxsie
með hásri og þreytulegri röddu.
Nú lóku fréttirnar að heyrast:
Stjórnmál, íþróttir, glæpir og' nýjar
fregnir af barnsráninu, en raunar
ekkert, sem snerti þessa tvo menn
fvr en röddin sagði:
Banvæn skarlatssótt befur
brotist út í skólanum, sem rænda
barnið, Arthur Cook, var í. Skólan-
um var lokað í dag, og allir for-
eldrar, er eiga börn, sem talið er,
að bafi umgengist börn úr þessuin
skóla, eru tafarlaust beðnir að bafa
tal af læknum sínum.
Maxsie hlustaði. Andartak lá hann
kvr og hugsaði um sótthitann í sér.