Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 7
SAMTIOIN
Júní 1940 Nr. 63 7. árg. 5. hefti
HINN 10. maí, réttum mánuði eftir að
íslenskir stjórnmálamenn sögðu þjóð
vora úr tengslum við Dani og tóku utan-
ríkismál vor í sínar hendur, kom hingað
til Reykjavlkur sendiherra Bretakonungs.
Sendiherrann kom á herskipi miklu, og
fylgdu því sex herskip smærri. Var sett
af þeim herlið hér á Iand, ásamt hergögn-
um og vistum, svo sem alþjóð er kunn-
ugt. Með því að senda hingað sendiherra,
hafa Bretar viljað sýna, að þeir viður-
kendu sjálfstæði Islands og fullveldi. Hins
vegar átti herliðssending þeirra hingað til
lands að tákna, að þeir vildu ekki þola
Þjóðverjum að hafa sig neitt í frammi
hérlendis. Þetta eru óvefengjanlegar stað-
reyndir. Svo mun mega lita á, að breski
flotinn geti varnað þýskum skipum að
sigla til íslands, en herliðið sendu Bretar
til íslands til þess að koma í veg fyrir,
að Þjóðverjar gætu sett hér her á land
úr flugvélum. Breski sendiherrann var
síðan látinn lýsa yfir því við íslensk
stjórnarvöld, að sending hins breska her-
liðs hingað ætti að tákna það, sem að
framan greinir, en að Bretar mundu á
engan hátt blanda sér í stjórn íslands, og
mundu þeir tafarlaust láta lið sitt víkja
héðan, er tímabært þætti, og í síðasta
lagi, er stríðinu lyki.
Samtíðinni er kunnugt um, að ýmsir
bjartsýnir fslendingar, sem vit hafa á
stjórnmálum, líta svo á, þegar þetta er
ntað, að fyrnefndar aðgerðir Breta muni
væntanlega verða síðasta hernaðaraðgerð
hér á landi í þessari styrjöld. Þessir mcnn
s®ffja sem svo: Lítil hætta er á því, að
Þjóðverjar komi hingað fljúgandi frá Nor-
effi, enda geta ekki nema fullkomnustu
flugvélar flogið þá vegalengd fram og aft-
ur án þess að taka bensín. Og enn frem-
ur segja þessir menn: Hér er ekki eftir
•'einu að slægjast, sem stórþjóðirnar sækj-
ast venjulega eftir. Útflutningur íslend-
luga er skapaður af mikilli vinnu þjóðar-
lunar, og vor frjósamasti akur er hafið,
sem allar þjóðir hafa aðgang að til jafns
við oss. Mega íslendingar því vonandi enn
um stund sanna það, sem Adam fr<j Brim-
um sagði um þjóð vora fyrir átta öldum:
„Fjöllin eru hallir þeirra, 'en fátæktin
þeirra kastalar.“
En allmargir menn munu þó að vonum
líta með nokkuð alvöruþrunginni vand-
lætingu á framkomu Breta við íslendinga
þann 10. maí s.l. Menn kunna því illa, að
Reykjavík skuli alt í einu vera orðinn
hernuminn bær, án þess að íslendingar
hafi beðið nokkra erlenda þjóð um her-
liðsvernd. Vér óskum þess áreiðanlega
fyrst og fremst, að athygli ófriðaraðilj-
anna sé oss sem fjarst, og vér kjósum
flest annað fremur en að Reykjavík eigi
eftir að verða vígvöllur útlendinga, sem
þykist þurfa að gera upp sínar sakir hér
norður undir heimskautsbaug. Vér hörm-
um þá ægilegu meðferð, er frændþjóðir
vorar, alsaklausar, hafa orðið að þola
hver af annari, sakir þeirrar stríðsvitfirr-
ingar, sem gagntekið hefur stórveldi Ev-
rópu. Með tundurduflalögnum Breta með-
fram Noregsströndum og þeim afleiðing-
um, er sú framkvæmd hafði í för með sér,
stöðvaðist hitaveitan í Reykjavík, eins og
allir vita. Slíkt var oss mikil ógæfa. Nú
er hér alt morandi í breskum hermönn-
um, sem lagt hafa undir sig ýms skólahús
Reykjavíkur og aðrar opinberar bygging-
a.r. Jafnframt er oss lofað hagfeldum versl-
unarsamningum við Breta. Væri ekki at-
hugandi, að forráðamenn íslendinga bentu
Bretúm á, að ekki væri óviðeigandi, að
þeir sendu hingað nokkra ódýra skips-
farma af kolum, sem hugnun fyrir stöðv-
un hitaveitunnar, cða sæju til þess, að
hitaveitan þyrfti ekki að stöðvast? Jafn-
framt hljótum vér að vænta þess, að þeirri
áreynslu verði sem fyrst létt af Islending-
um, að hafa hér fyrir augum sér útlenda
hermenn, enda þótt meginþorri þeirra séu
góðlátlegir og kurteisir unglingar. (Skrif-
að 14. maí).