Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
Oft liefur það komið fyrir, að ég
hef þurft að setja sjúklingum min-
um úrslitakosti: hætta að talca þátt
i kauphallarbraski —• eða sitja með
sitt svefnleysi ella.
En því ver er það ekki allaf, að
auðvelt sé að hætta því, sem hindr-
ar endurnýjunarkraftinn.
Stafi svefnlevsið af æstum og þrá-
látum óvana, er engan veginn auð-
velt að fást við það. Sá, sem er reitt-
ur og rúinn fyrir svik og pretti og
sér fram á skort og neyð sína og
sinna, á ekki auðvelt með að upp-
ræta gremjuna og óvildina i huga
sínum. Sá, sem þarf að neyta allr-
ar orku til þess að hafa ofan af
fyrir sér og sínum, getur ekki auð-
veldlega slakað hugann, svo sem
þörf er á, til að veita svefnrónni
móttöku. Sá, sem þjáist af einhverri
ástríðu, sem ekki er hægt að full-
nægja fvr en eftir langan tíma og
hefur fvrir því engan frið í sínum
heinum, á örðugt með að ná því
jafnvægi, sem nauðsynlegt er til að
geta notið svefnværðar.
Þessu verður ekki hrevtt, en hins
vegar er þó eitthvað óskiljanlegt og
dularfult við náttúruöflin. —• Þau
hlýða oss ekki altaf, en ])ó geta þau
hjálpað oss ótrúlega lil að bæta úr
meinum vorum. Það er eitt af undr-
um lífsins, að svefninn oft og ein-
att ryður sér braut þrátt fyrir alt,
sem virðist andmæla því, að hann
geti komist að.
Og það er þetta þrátt fyrir alt,
sem á verður að byggja úrræðin til
að bæta úr. Eins og konan, sem frá
var sagt í upphafi, gat fengið svefn-
ró þrátt fyrir það, þótt einkadóttir
hennar liati hana jafnt eftir sem áð-
ur, eins er unt að fá menn til að
njóta svefns þrátt fyrir alls konar
mein og örðugleika — jafnvel þrátt
fyrir svo mildar líkamlegar kvalir,
að ekki er liægt að stilla þær með
morfíni.
Galdurinn við það felst í því, að
dáleiðslan fær menn í það ástand,
sem fyrir var áður. Með því fær
endurnýjunarstarf lífsins yfirhönd-
ina — þrátt fyrir alt.
AÐALBANKAST.IÓRI Englands-
hanka ræður yfir öðrum helm-
ingnum af veröldinni, og enginn
maður getur stjórnað hinum helm-
ingnum, nema með samþvkki lnrns.
Þessi maður getur með einu sím-
tali stöðvað hvaða fjármálastarf-
semi, sem vera skal. Neitun frá hon-
um getur lokað dvrunum að pen-
ingamarkaði Bretlands fvrir öllum
erlendum aðiljum. Á honum sann-
ast hið fornkveðna, að dýrt er drott-
ins orðið. Eitt nei af vörum þessa
manns getur verið áhrifameira held-
ur en mörg orð af vörum þing-
manna, ráðherra, konunga og keis-
ara.
Hann: — Hvernig á ég að vita,
að þér elskið mig?
Hún: — Hef ég ekki dansað við
yður sjö dansa í röð?
Hann: — Jú, en hvað sannar það
um áist yðar?
Hún: — Þér ættað að vita, hvern-
ig er að dansa við yður!