Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 PAUL BERRA: Hvað er svefnleysi ? [Eftirfarandi grein hefur Halldór Stefánsson forstjóri þýtt og sent Sam- tíðinni til birtingar. Greinin er þýdd úr bókinni: En Dag hos Sjælelægen, eftir Paul Berra, sem út kom í Ivaupmannahöfn (hjá H. Hagerup) ár- ið 1936. — Ritstj.] [ TIN RÓTGRÓNA og sterka hyggja *■ vestrænna manna á því, hversu alt er háð ytri orsökum, veldur mestu um það, live þeir eiga örð- ugt með að skilja hin innri eða sál- arlegu áhrif dáleiðslunnar. Hitt er furðulegra, hversu sá áhugi og skilningur, sem vaknaður er fyrir sálnæmi Indverja, sknli ekki hafa unnið hug á þessum skilningssljó- leik. Því sáljafnvægi og þeim sköp- unarmætti, sent Indverjar öðlast með Yoga-iðkunum sinum, tekst okkur aðeins að ná með sefjnn og dáleiðslu. Það mætti nefna dáleiðsl- una óminnisiðkun (nirvana) Vestur- landamanna. Gott dæmi um mátt dáleiðslunnar er eftirfarandi frásögn konu nokk- urrar: „Ég var búin að vera rúmlægur sjúklingur í nokkra niánuði og var farin að þjást af svefnleysi og dep- urð. Eftir margar árangurslausar lækningatilraunir ákvað ég að reyna dáleiðslu, enda þótt ég fvrir fram hefði mjög litlá trú á henni alment, Og allra síst fyrir sjálfa mig. Ég skal »ú eftir föngum revna að lýsa þeim áhrifum, sem hún hafði á mig, og þeirri bót, sem hún veitti mér, Ég lagðist fyrir á (dáleiðslu)- bekknum. Hugur minn snerist um sjálfa mig og sjúldeik minn, eins og vant yar. Við og við hvarflaði þó hugsun mín að því, hvaða gagn eg kynni að geta haft af dáleiðslunni, en að eg hefði nokkra eiginlega trú á henni, var alls fjarri. Ég fann ekkert til þess, að ég væri á valdi dávalds að einu eða neinu levti. Þvert á móti. Mér fanst ég með öllu óhundin öðru en sjálfri mér og hefði getað slitið tilrauninni, hvenær sem var, ef ég hefði viljað. Ég var að vísu næm fyrir öllu, sem fram fór í kringum mig, en ys, hávaði og símahringingar fóru þó ekki í taug- arnar á mér, eins og ég hafði átt að venjast. Mér var heldur ekki nein raun að því að hugsa um vandkvæði mín. Ótti, kvíði og tauganæmleiki fékk alls ekkert yfirgnæfandi vald vfir mér. Þessi einkenni í hugarfari mínu og sálarlifi urðu æ því glöggari, sem dáleiðslutilraunirnar voru leng- ur iðkaðar. Hvíldin varð æ meiri og meiri. Viss drungi færðist i arma og fætur og stuðlaði að því, að mér fundust liin ytri áhrif minni og fjar- lægari mér eða óviðkomandi. Þetta varð smátt og smátt mjög glögt, og ég fór að undrast það. — Mér fanst sem ég væri komin i annan og fjar- lægan heim, þar sem ég sæi alt í

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.