Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 30
26
SAMTÍÐIN
hans döguin, hafi liann með fyrir-
litningu snúið huga sinum frá öllu
slíku brauki og bramli. Þannig
kveðst Goethe hafa tekið að sökkva
sér niður í kínversk fræði, er Iion-
um barst fregnin um það, að óróa-
seggurinn Napoleon hefði farið yfir
Rin og ráðist á Þjóðverja.
I. B. Firth í Daily Telegraph.
FYRSTI gaffallinn (matkvíslin)
barst til Englands frá Italíu ár-
ið 1608. Sá hét Coryate, sem hafði
með sér þennan gaffal til Englands,
og varð hann auðvitað að ærnu at-
hlægi fyrir vikið. Það þótti þá ó-
dæma tepruskapur eð éta með gafli.
Menn notuðu fingurna, guðsgaflana,
við máltíðirnar. í bók, sem fjallar um
það, hvernig vel uppalin börn eigi
að hegða sér, (frá 1480) segir m. a.:
„Takið aðeins með þrem fingrum á
kjötinu, þegar þið eruð að borða og
varist að troða því upp í ykkur með
báðum liöndum. Haldið höndunum
ekki of lengi á diskinum.“
Frakklandskonungur varð frægur
fvrir það, árið 1315, að hann át með
einum gafli! Alþýðan á Englandi
lærði ekki að horða með gafli fyr en
um 1780.
— C. A. Lyon í „Sunday Express“.
Sænskur yfirhersRöfðingi (við
undirföringja): — Þér drekldð.
Undirforinginn: — Nei, herra
hershöfðingi.
Yfirhershöfðinginn: — Ágæti, þa
getið þér afhent mér áfengisbókina
yðar.
Þúsameistarar
og byggingamenn!
Við höfurn ávalt fyrirliggjandi
okkar 1. flokks vikurplötur.
Aðeins um 70 aurar af verði hvers
fermetra af 7 cm. vikurplötum fara
út úr landinu, fyrir erlent efni (se-
ment).
En af verði hvers fermetra í timb-
ur-„forskalling“ fara um 5 krónur
út úr landinu fyrir erlent efni (timb-
ur, pappa og vírnet).
Auk þessa mikla gjaldeyrissparn-
aðar, er vikurinn, samkvæmt er-
lendri og innlendri reynslu, óum-
deilanlega besta og varanlegasta ein-
angrunarefnið, sem við eigum kost á.
YIKUMFÉLAGIÐ “
AUSTURSTRÆTI 14. — SÍMI 1291.
íslendingar!
Lálið jafnan yðar eigin skip
annast alla flutninga yðar með-
fram ströndum lands vors.
Hvort sem um mannflutn-
inga eða vöruflutninga er að
ræða, ættuð þér ávalt fyrst að
tala við oss eða umboðsmenn
vora, sem eru á öllum höfnum
landsins.
SKIPAÚTGERÐ
RÍKISINS