Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.06.1940, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 FORFEÐUR VORIR voru ckki altaf að hugsa uin að spara sér bæði tíma og erfiði, eins og vér nútímamenn gerum, og ég' er hræddur um, að heilsuyerndarfröm- uðumvorra tima mundi hafablöskr- að allur sá sóðaskápur, öll sú ó- varkárni gagnvart sjúkdómum, alt það myrkur og öll sú fáfræði, sem drotnaði í lið forfeðranna. En þrátt fvrir alt þetta leið for- feðrunum vcl. Þeir „undu glaðir við silt“ og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Þá skorti öll nútímaþæg- indi, en þeir voru líka lausir við allan þann taugaóróa, sem börn 20. aldarinnar þjást af. Harðréttið skapaði braustar og harðfengar kvnslóðir. Vér nútímamenn flatmögum oft á legubekkjum eða sitjum í dún- nijúkum bægindastólum, en sál vor er þreytt og oss er órótt í skapi. Mannkvnið verður að láta sér skilj- ast, að lífsþægindi vorrar aldar eiga ekki að gera oss að linjumennum, Iieklur eiga þau að gera líf vort auðugra og bamingjusamlegra. y. y. í Evening News (London). Frægur Englendingur sagði um vissan mann: Enginn getur haft hærri hugmyndir um hann heldur en ég — og mín skoðun er sú, að hann sé argasta hundsspott, óþokk- <nn sá arna! Dauðinn: — Ég verð víst að fá léða sigðina hjá honum Hitler. Hún bítur langtum betur en Ijágarmur- <nn minn. V f Ávaxtið sparifé yðar í Útvegs- banka íslands h.f. — Vextir á innlánsbók 4% p. a. Vextir gegn 6 mánaða viðtöku- skírteini 4 >/2% P- a. Vextir eru lagðir við höfuðstól- inn tvisvar á ári og þess vegna raunverulega hærri en annars- staðar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.