Samtíðin - 01.03.1941, Síða 16

Samtíðin - 01.03.1941, Síða 16
12 SAMTÍÐIN SIGURÐUR SKÚLASON; • • GOSTA BERLINGS SAGA lEGAR Ragn- ar Jónsson framkvæmdar- stjóri trúði mér fyrir því, siðast- liðið liaust, að hannætlaði hráð- lega að láta bóka- Sclma Lagerlöf foi'lag SÍtt, V í k- ingsútgáfu n a, gefa út Gösta Rerlings sögu eflir sænsku Nóh- elsverðlauna-skáldkonuna Selmu Lagerlöf, þóttu mér það góð tíð- indi, og ég gat þá ekki lengur ver- ið í neinum vafa um, livaða skáld- saga yrði jólahókin á Islandi árið 1940. Svo kom þessi hók, eins og* ráð var fvrir gert, mikil og eiguleg, 480 bls. í stóru broti, prýdd hinum sérkennilegu myndum Einars Ner- man. Haraldur Sigurðsson hefur ís- lenskað söguna, og virðist honum Iiafa tekist það vandaverk vel, en Jóhannes skáld úr Kötlum hefur þýtt kvæðin. Ég las Gösta Berlings sögu í fyrsta sinn á stúdentsárum mínum, þegar hugurinn var mjög svo opinn og allur á valdi fagurra bókmenta, ó- liáður hagnýtum sjónarmiðum hoig- aralegs atvinnulífs. Þegar liver gata höfuðstaðarins átti sér sína róman- tík og haustvindar og vorhlær tákn- uðu tvær mismunandi tóntegundir, gagnólíkar köldum næðingum og regnþrungnum liráslaga. Einn af vinum mínum sagði: „Gott átt þú að eiga eftir að lesa Gösta Berlings sögu.“ Þetla var orð og að sönnu. En menn eiga margt dásamlegt eft- ir, þegar þeir eru aðeins nítján ára gamlir! Svo hyrjaði ég að lesa bókina. og ótrúlegustu sýnir hirtust mér. Eg heyrði raddir kavalleranna, tók þátt i örlögum þeirra, lylgdi Gösta Ber- ling gegnum blítt og strítt, skynj- aði ofurmagn þeirra ástríðna, seir. í'isu í alls konar persónugervingum upp af blaðsíðum bókarinnar, eins og kynjamyndir annarlegrar tilveru á hökkum Lövenvatnsins. En hak við alt þetta sungu skógar Verma- lands í margrödduðum klið. Og ofl flugu mér í hug þessi orð Helenu Nyhlom, sem W. Peterson-Berger hefur hafið til söngs með sínu fagra lagi: Det iir en renhet i din luft, en trolldom i den vilda doft, soni genom furuskogen strönnnar, der backen dansar glad och fri och alven glider tyst förbi i djupa allvarsdrömmar. Að ég nú ekki minnist á Verma- landskvæðið eftir Anders Kryxeli: Ach Varmeland du sköna, du hiirliga land o. s. frv., sem flestir kannast við. En fvrsl og fremst dáðist ég að kenslukonunni ungu, sem hafði megnað að skapa þetta dásamlega skáldverk, þessa sérkennilegu frum- smíð norræns anda, er heillaði mig, óharðnaðan unglinginn, engu síður

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.