Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN jafnan að fai-a í kringum lögin, þeg- ar um áfengis- og eiturlyfjasölu er að ræða. Vonandi berst þetta lyf ekki i ríkum mæli hingáð til lands. Ella má vitanlega gera ráð fyrir, að ein- hverjir fáráðlingar meðal þess hluta þjóðar vorrar, sem nú gleypir dóm- greindarlaust við hvers konar erlend- um áhrifum, verði því að bráð. Gagnvart óliappamennsku slíks fólks her oss jafnan að vera vel á verði. LÖGREGLUÞJÓNN var spurður, hvernig á því stæði, að liann gæti oft tekið menn fasta, án þess að nokkur liávaði heyrðist. — Ég hef sömu aðferðina og við konuna mína, svaraði liann. — Þegar hún sleppir sér og talar sem hæst, þýðir ekkert að ætla sér að yfirgnæfa hávaðann í henni. í stað þess livísla ég öllu, sem ég segi. Sömu aðferð hef ég við ölóða menn. Þá vita þeir ekki, hvaðan á þá stendur veðrið, og ójðara en varir eru þeir sjálfir teknir að hvísla. Það hregzt aldrei. Hafnfírðingur: — Konan bin eign- aðist barn i nótt, heyrði ég. Reylcmkingur: — Hamingjan lijálpi mér. Heyrðuð þið það alla leið suður í Fjörð? Vegna margltrekaðra bciðna um eldri árganga Samtíðarinnar, skal það tekið fram, að til þess að geta selt ritið heilt frá upphafi, vantar afgreiðsluna eftirfar- andi hefti: 5. hefti í 1. árgang (1934) og 2., 3., 4. og 9. hefti í 8. árgang (1941). Þessi hefti vill afgreiðslan kaupa. Vilji menn eignast ritið frá upphafi, að undanskildum þcssum heflum, geta þeir fengið það fyrir 4 5 krónur (ca. 2500 bls.). SAMTÍÐIN, Pósthótf 75. Hreiðar E. Geirdal: Máttur orðsins Málsins göfga upphaf ómar alltaf, þegar dagur ljómar, endursögð um heiminn hljómar Herrans skipun: Verði ljós. Orðin sundra öllum kvíða, — eins og söngvar helgitíða — vekja líf í alheims æðum, orkustraum til lands og sjós. Krafti máls um aldir alda enginn syngur verðugt hrós. Þokur hæsl í hæðum brunnu. Hnettir nýjar brautir runnu. Glóðu í mistri geislar sunnu. Gengu í bylgjum lönd og haf. Dreifði skuggum dagur feiminn. Drottinn var að skapa heiminn. Skipun hans, með helgikrafti, himni og jörðu framtíð gaf. Máttur orðs varð allra hluta uppistaða og fyrirvaf. Hjarðir krupu að lífsins lindum. Löndin náðu föstum myndum. Gróður óx að efstu tindum, alla leið frá sævarströnd. Ægisbúum öldur sungu ástarljóð á hafsins tungu. Ár og lækir lcndur skreyttu líkt og fögur silfurbönd. Fossar þuldu þýða söngva, þeyttu úða um gróðurlönd. Röðull vermdi grös á grundum, geisla rétti vík og sundum. Fuglar sungu í fögrum lundum, færðu Drottni þakkargjörð, Vizka og snilli voru að mætast. Vonir stærstu áttu að rætast. Mett af blessun láðs og lagar lifði farsæl dýrahjörð. Ut úr myrkri, auðn og tómi orðið seiddi fagra jörð.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.