Samtíðin - 01.05.1942, Page 17

Samtíðin - 01.05.1942, Page 17
S/.MTlÐIN 13 Próf. Richard Beck: Hugsjóna-arfleifð vor (Brol úr forsetaræðu viö setnifagu 22. ársjjings Þjóðræknisfélags íslenci- inga í Vesturheimi, Winnipeg, 24. febrúar 1941.) í æsku lærði ég, eins og vafalaust mörg yðar, sem hér eru saman kom- in, þessa fallegu gátu: >,Hver er sá veggur, víður og hár, veglega settur röndum, gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistarahöndum?“ Þessi gála um regnhogann, í öllu litskrúði hans og dýrð. hel'ir, síðan ég koinst á þroskaaldur, orðið mér tákn- mynd þeirrar glæsilegu og marg- þættu íslenzku menningararfleifðar, sem vér erum hluthafar í, og sú and- iega arfleifð -— ekki sizt bókmennt- it'nar islenzku — her sannarlega sins „heimalands mót“; er svipmikil og stórhrotin eins og landið hrikafagra, sem mótað hefir þjóð vora kynslóð eftir kvnslóð. En hinu nána og líf- t'æna sambandi milli fslands og barna þess hefir enginn, að því er mér er kunnugt, lýst betur eða sannar í ó- bundnu máli, lieldur en Gunnar skáld Gunnarsson í grein sinni „Landið okkar“ (Jörð, 1910). „Tignarlegt rís það úr sjó, þegar maður nálgast það af liafi utan. Ilríf- 111' geðið likt og hetjuljóð, eilífðar- kennt, örlagaþrungið. Það er ekkert smátt til i fari þess. Þótt svipurinn sé margbreytilegur, er hann alls stað- ar ákveðinn og ásjónan hrein. Þessi aðdáanlega hersögli í hverjum drætti á það aðallega nekt sinni að þakka, og svo himnunum hreinum, er yfir það hvelfast. Stuðlar hamranna eru eins og stuðlar í rígbundnu ljóði. En stór- hrikaleiki fjallanna og jökulskildir, hrimgarðurinn við ströndina og ösk- ur æðandi hafs og storkandi storma sjá um andríkið, hfsþunga og hragar- blæ. Það er eins og Edduljóð steyjit í stein. Tignin hverfist áður varir i há- tign. Sál okkar er steypl í móti dala og fjalla frá kynslóð til kynslóðar, hvort sem okkur er það ljóst eða hulið; lund okkar er skilgetið afkvæmi íslenzkra árstiða. Innra með okkur húa vor fslands, vetur og sumur, ekki hara þau, sem við höfum lifað, heldur einnig vetnr. vor og sumur langt fram úr öldum; arfur, er við ávöxtum i lifi okkar og breytni, eins og við er- um menn til, hver og einn, og sem líf okkar og breytni eru ávöxtur af. Við erum bundin þessu landi, eins og rímið ljóðinu. Hvað jiað snertir, erúm við undir álögum, sem ekki verður hrundið. Það er enginn sá ís- lendingur fæddur, er sér að skaðlausu geti slitið bönd við land og þjóð.“ (Leturhr. ræðumanns). Þessi snjöllu og spöku orð hins mikilhæfa skálds, sem sjálfur hefir

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.